Sit úti í garði núna með tölvuna í bongó blíðu. Alveg frábært að geta setið úti með þráðlausa nettengingu og tölvu þar sem batteríið er í lagi..... löngu dautt batteríið í tölvunni gömlu sem ég var með á Íslandi. Ég fann gamla risastóra vatnsbyssu í bílskúrnum rétt áðan og það er að gera mikla lukku hér í garðinum. Fannar skemmtir sér mikið við að bleyta pabba sinn og ekki finnst honum verra að blotna aðeins sjálfur - híhí.
Annars vorum við að koma úr enn einum verslunarleiðangrinum!! Við vorum að fjárfesta í eitt stykki sófa. Við keyptum sófann í Mio og heitir hann Coffee. Maður setur í raun saman sinn eigin sófa - það er þannig möguleiki á nokkrum týpum af örmum og nokkrum týpum af sófa fótum og auðvitað hellingur af áklæðum. Við byrjuðum á að kaupa sofa fyrir 2,5 manns í ljósgrænum lit en ætlum svo bara að bæta við seinna.... líklega tveimur stólum (fyrir 1) og kannski líka auka fótapullu. Þar sem að maður setur sófann saman sjálfur fáum við hann ekki fyrr en í lok ágúst. Það er líka allt í lagi... vel þess virði að bíða eftir honum.
Ummæli