Undanfarnir dagar hafa farið í að taka upp úr kössum. Ég er svo sem ekkert að stressa mig yfir þessu - geri þetta bara í rólegheitum enda af nógu að taka. Fólkið sem á þetta hús hefur skilað því svooo skítugu að helmingur tímans fer í að þrífa. Svo erum við líka að pakka drasli frá þeim sem þau hafa skilið eftir.... dót sem við megum nota!!! ... en höfum engan áhuga á að nota hmmm! Gamall og ljótur örbylgjuofn, ristavél, eitt glas hér og einn diskur þar og fleira smádrasl. Það er alla vega ljóst að það fer ekki mikill tími í að þrífa húsið þegar við flytjum héðan því ég mun skila húsinu í sama ástandi og við fengum það! En þrátt fyrir þetta nöldur í mér þá er farið að fara vel um okkur hérna og fer þetta að líkjast heimili okkar meira og meira með hverjum deginum. Fannar hefur verið doldið smeykur í húsinu svona galtómu - hann hefur ekki viljað fara upp á efri hæðina einn og vill helst alltaf vera hjá okkur. Þetta er sem betur fer að líða hjá og held ég að honum sé líka farið að finnst hann vera heima hjá sér.
Ég hef lengi ætlað að setja inn nokkrar myndir í myndaalbúmið en ég hef átt í basli með að komast inn í það. Helgi sagði mér að hann hefði komist inn á síðuna í vinnunni en þá voru allar gömlu myndirnar horfnar! Ég held að það sé nokkuð ljóst að ég verð að fá mér nýtt albúm.... veit bara ekki alveg hvar og hvernig... getur einhver hjálpað mér??
Ummæli