Undanfarnir dagar hafa verið mjög rólegir... svo sem engar nýjar fréttir. Helgi vinnur áfram mikið en hann er á vakt í kvöld og ætlar hann jafnvel að sofa uppi á spítala í nótt þar sem hann þarf að mæta aftur kl. 8 í fyrramálið. Góðu fréttirnar eru aftur á móti þær að hann fær heilt helgarfrí núna um helgina... það fyrsta síðan við fluttum... þannig að það er mikið planað um helgina.
Ég hitti hana Eddu mína í vikunni og hjálpaði henni aðeins að pakka. Hún var að fara til Malasíu á vegum sjónvarpsfyrirtækis sem er að taka upp survivor þátt þar (sænskan survivor). Hún á að "passa upp á" þátttakendurna eftir að þau hafa verið kosin úr keppninni. En góðu fréttirnar eru samt þær að hún er farin á blogga... alltaf gaman þegar nýir bætast í hópinn.
Nú jæja, þar sem ekkert er að frétta er best að drífa sig út í garð í góða veðrið... bleeee
Ummæli