Að drepa tímann
Datt í hug að blogga aðeins, Helgi er farinn á næturvakt og lítli maðurinn er sofnaður. Ætli ég horfi ekki bara á einn Matador þátt fyrir svefninn þar sem ekkert er í imbanum (nema Olympíuleikarnir og skil ég lítið sem þulirnir segja!). Maja hans Mårtens var svo indæl að lána mér alla Matador seríuna á dvd og er ég búin að liggja yfir þeim - komin að þætti 11 - rosa gaman. Til að rugla mig enn meira í sænskunni þá horfi ég á þættina - náttúrulega á dönsku - en með sænskum texta..... hehe verð alveg ringluð á þessu.
Maður er aðeins farinn að finna fyrir því sem maður saknar frá Íslandi og er þá lambakjötið ofarlega á listanum. Við ákváðum að prófa sænskt lambakjöt í gær. Við urðum fyrir miklum vonbrigðum... en kettinum fannst það vera veislumatur og borðaði það eins og hestur hehe. Við höldum okkur við það íslenska og fáum það þá bara sjaldnar! Ég á örugglega eftir að blikka tengdó um að koma með smá fyrir jólin... nammi namm.
Nú jæja - best að snúa sér að Matador :)
Ummæli