Fannar á afmæli
Fannar barasta fimm ára í dag - það er nú meira hvað tíminn flýgur alltaf frá manni. Við höldum afmælisveislu á laugardaginn og er hann auðvitað voða kátur með það. Í dag ætlum við aftur á móti að fara í dótabúð - þá stærstu á svæðinu - og leyfa honum að velja sér einhverja flotta gjöf. Hann er voða spenntur eins og gefur að skilja enda alltaf gaman að fara í dótabúð og skoða allt dótið sem hægt er að fá og láta sig dreyma.... hehe.
Rúmið kom í gær og sváfum við bara vel í nótt. Engin þreyta í baki eða neitt svoleiðis þegar við vöknuðum. Við völdum okkur frekar stífar dýnur og ég held barasta að ég sjái ekki eftir því þó maður þurfi eflaust að venjast því. Aldrei verið jafn mikið pláss og er núna ekkert mál að Fannar skríði upp í um miðja nótt - við finnum ekki einu sinni fyrir því.
Annars erum við búin að hafa það súper gott undanfarna daga. Helgi í fríi og við búin að nýta tímann vel til að vera saman. Fórum á ströndina í dag og erum að hugsa um að taka okkur bílaleigubíl á morgunn og gera eitthvað skemmtilegt - förum kannski í dýragarð eða eitthvað svoleiðis.
Nú jæja - ég ætla ekki að eyða meiri tíma við tölvuna í bili.
Ummæli