Gott fjölskyldufrí senn á enda
Helgin er búin að vera rosa góð en ég nenni aftur á móti ekki að segja ykkur neitt frá henni því Helgi er nú þegar búinn að því. Það væri því algjör endurtekning og bara hreinasta vitleysa ef ég færi að gera það líka hehehe.
Fríið okkar er nú á enda og fer Helgi á næturvakt í kvöld... buhuuu. Hann á næturvaktaviku framundan sem þýðir nú reyndar að hann mun vera meira heima við þar sem hann tekur bara þrjár vaktir í vikunni og engin dagvinna þar á milli.
Við ætlum að þiggja leikskólaplássið á Vi som växer þar sem hinn leikskólinn er fullur með biðlista og allt. Fannar mun því vonandi byrja á leikskóla núna strax í byrjun næsta mánaðar. Helgi er búinn að fá tveggja vikna frí í vinnunni til að geta verið með í aðlöguninni þannig að þetta lítur allt mjög vel út. Nú þarf ég bara að fara að drullast til að leita mér að vinnu.... "hrollur"... ég kvíði því doldið mikið!!
Ummæli