Heitt!
Það er búið að vera svo ógeðslega heitt í dag. Hitamælirinn okkar sýndi 25 gráður í skugga. Við Fannar fórum í hjólatúr og svitnuðum eins og ég veit ekki hvað við lítið átak. Svo var náttúrulega bara eitt að gera.... að kæla sig í garðinum með því að sprauta vatni á sig úr garðslöngunni... eða alla vega Fannar gerði það hehe. Ísbíllinn er búinn að vera á sveimi í hverfinu í allan dag. Greinilega mikið að gera, þar sem hann hefur aldrei verið jafn lengi á sveimi í hverfinu. Ég er þokkalega komin með nóg af þessu litla stefi sem hann spilar endalaust þegar hann keyrir um. Hvað um það þá náðum við Fannar þó að versla nokkuð af frostpinnum þar og eigum nú góðan lager í fristinum.
Helgi er á vakt (kemur á óvart!?) en hann kemst sem betur fer í vikufrí eftir þessa vinnuviku. Við vonum að við fáum gott veður þar sem við erum að pæla í að kíkja á eina litla strönd sem við heimsóttum oft síðasta sumar. Svo á Fannar afmæli eftir viku og verður auðvitað haldið upp á það. Við eigum bara aðeins erfitt með að ákveða dag fyrir afmælisveisluna þar sem svo mikið stendur til næstu tvær helgarnar hjá vinum okkar hér. Það er eitt 4 ára afmæli núna um helgina og svo stendur til að Sigurður og Sunna verði með kräftskivor þar næstu helgi. Þetta kemur vonandi í ljós á næstu dögum - við þurfum svo sem ekki mikinn fyrirvara.
Við erum búin að vera að bíða eftir nýja rúminu okkar alla vikuna.... orðin doldið leið á þessari bið. Fyrst var okkur sagt að það kæmi á mánudag eða þriðjudag. Í gær var okkur svo sagt á þriðjudag eða miðvikudag.... en ekkert rúm er ennþá komið. Best bara að búast ekki við neinu.
Nú - nýjustu fréttir af leikskólamálum þá er Fannar búinn að fá pláss á einum sem heitir Vi som växer. Þessi leikskóli er að stækka við sig og er Fannar búinn að fá pláss á deild sem er fyrir 19 börn - búið að skrá 9. Fannar er elstur á þeirri deild enn sem komið er en það eru nokkrir strákar einu ári yngri en hann skráðir á deildina. Við erum ekki búin að taka plássinu þar sem við erum enn að bíða eftir svari frá öðrum leikskóla með betri staðsetningu.
Jæja - nóg mas í bili, bleee.
Ummæli