Í leikskóla er gaman
Nú er Fannar litli á leikskólanum. Fyrsti dagurinn sem ég skil hann eftir. Gengur greinilega vel hingað til þar sem ekki hefur enn verið hringt í mig. Helgi bjó til smá orðalista í gær fyrir starfsfólkið svo þau myndu skilja helstu íslensku orðin og gætu kannski líka notað þau til að gera sig skiljanleg. Annars fara helstu samskiptin fram með bendingum og táknum... samt gott að vita af listanum. Fannar er nú þegar búinn að eignast einn vin... 4 ára strákur sem heitir Svante. Svante (og allri hinir krakkarnir reyndar líka) er voða forvitinn yfir þessum nýja íslenska strák sem skilur ekki sænsku og ætlar hann að kenna honum sænsku :) S.s. allt gengur vel hingað til... bless í bili.
Ummæli