Leikskólamál
Við fórum að skoða leikskólann áðan og líst okkur rosa vel á. Alveg splúnkunýr - iðnaðarmenn hér og þar að ditta að seinustu hlutunum. Fannar getur í raun byrjað á þriðjudaginn næsta sem er fyrr en við áttum von á. Við eigum því aðeins eftir að ræða hvort hann byrji þá eða seinna. Helgi var nefnilega búinn að fá tveggja vikna frí í vinnunni um miðjan september til að geta tekið þátt í aðlöguninni. Kannski er bara ekkert verra að Fannar byrji í næstu viku og Helgi fær þá bara alvöru frí í tvær vikur í september... það hljómar ekki slæmt. Það er alla vega ekki eftir neinu að bíða fyrir Fannar litla - sem virtist bara vera kátur með staðinn og starfsfólkið.
Ummæli