Sófi og bankakort
Við fáum loksins sófann okkar á morgunn. Ég get varla beðið... hlakka svo til að sjá hann. Við völdum grænt áklæði á hann - frekar ljósan - en sófinn gæti samt orðið grænni en ég á von á.... gaman gaman. Þá get ég líka farið að pæla í gardínum í stofuna. Já, ég hef ekki þorað að velja nýjar gardínur fyrr en sófinn kæmi þannig að við höfum notað gamlar gardínur sem húseigendurnir skildu eftir... ekki fallegar!
Ég er alltaf að verða meiri og meiri hluti af sænska þjóðfélaginu. Fékk debetkort í gær en á þó enn eftir að fá þetta fræga legitimation sem maður þarf að sýna alls staðar til að sanna að maður sé sá sem maður segist vera. Hef komist að því að hlutirnir virka bara alls ekki eins og heima á Íslandi.... allt tekur svo langan tíma og það er eins og Svíarnir vilji hreint flækja málin meira en þeir þyrftu að vera í raun og veru. Við erum mikið búin að fussa yfir hinu og þessu hérna... fara nokkrar ferðir í bankann og nokkrar ferðir í skattemyndigheterna af því að alltaf vantar eitthvað. T.d. til að geta sótt um legitimation-ið þurfti Helgi að koma með mér til að votta fyrir að ég væri ég... og ég þurfti líka að sýna passann minn til að votta að ég væri ég... og við þurftum bæði að koma með plagg frá skattemyndigheterna sem sagði að við værum við. Ótrúlegt.... ég bara skil ekki þessa flækju!!!
Ummæli