Smá rapport
Við erum rosa ánægð með sófann - það ánægð að við erum búin að kaupa einn stól og fótapullu við settið sem við ættum að fá eftir 6 vikur. Alltaf gaman að eignast fallega hluti ;)
Fannar byrjar á leikskólanum á morgunn. Hann fær mjög líklega lengri aðlögun en hin börnin - skiljanlega. Hann er voða spenntur - sér í lagi af því hann veit að ég verð hjá honum. Verðum bara einn klukkutíma á morgunn og fáum þá prógram sem við reynum að fylgja eftir. Það er því líklega doldið strembinn tími framundan hjá Fannari og er ég barasta sjálf doldið kvíðin fyrir þessu tímabili.
Ég fór í bíó í gær með Sunnu og Guðrúnu á "Eternal Sunshine of the Spotless Mind". Frábær mynd.... mæli hiklaust með henni.
Ummæli