Til hamingju með afmælið....
Birna Rún

Við fórum í Mariefred í dag með Mårten og Maju. Lítill sumarbær rétt utan við Stokkhólm. Þar skoðuðum við einn kastala, fórum í skoðunartúr með lítilli lest, fengum okkur að borða á glæsilegu veitingahúsi og svitnuðum bara við það að anda. Það er s.s. virkilega heitt og er maður endalaust sveittur allan sólarhringinn. Maður sefur meira að segja hálf illa þar sem það er svo mikill hiti.
Helgi er úti að slá blettinn núna og er með litla manninn í eftirdragi... eða réttara sagt drengurinn eltir pappa sinn á röndum. Ég er aftur á móti að pæla í að baka pönnukökur núna - við vorum nefnilega að kaupa okkur svo fína pönnukökupönnu..... hef verið að láta mig dreyma um pönnukökur núna í nokkra daga og ætla ég að láta drauminn rætast. Þar til næst, bleee
Ummæli