Fara í aðalinnihald
Frábært að vera í fríi með kallinum
Ahhh ég var að vakna þar sem Helgi var svo sætur að fara með Fannar á leikskólann í morgunn... núna er hann að strauja gardínurnar sem við vorum að kaupa í stofuna.... algjör engill þessi elska :)
Við skötuhjúin smelltum okkur í eina verslunarmiðstöð í gær og lukum gardínukaupum fyrir stofuna. Helgi náði að kaupa sér tvo geisladiska og ég einar óléttubuxur - nú er nefnilega maginn aðeins farinn að stækka. Svo fengum við okkur kaffi og heitt kakó með miklum rjóma (ég! hehe). Í dag er ferðinni heitið niður á Söder - ætlum að kíkja í eina búð og taka því svo bara rólega í góða veðrinu.

Í gær lofaði annars þessi ágæti kærasti minn syni okkar skellinöðru þegar hann yrði 15 ára gamall!! Ég fékk ekkert að segja í þessu máli (held að hvorugir hafi viljað heyra mitt álit!) og ég veit að drengurinn mun EKKI gleyma þessu! Hann mun segja á 15 ára afmælisdegi sínum.... pabbi, hvar er skellinaðran sem þú lofaðir mér.......

Í lokin verð ég að fá að pota hér inn smá brandara um "hjálpsemi sjúkraþjálfara" svona í tilefni þess að ég er nú sjúkraþjálfari :)

Tvær vinkonur voru saman í golfi þegar önnur varð fyrir því óhappi að hitta kúluna illa í upphafshöggi og horfði með skelfingu á eftir kúlunni sem stefndi á hóp karlmanna. Kúlan lenti inni í miðjum hópnum og einn maðurinn féll til jarðar haldandi báðum höndum á milli fótanna, greinilega sárþjáður. Vinkonurnar hlupu til mannanna og þegar þær komu að hópnum hélt maðurinn enn höndunum á milli fótanna. Sú sem hafði slegið kúlunni baðst afsökunar og bauð fram aðstoð. Maðurinn vildi ekki að svo stöddu þiggja aðstoð og sagðist jafna sig eftir smá stund. Konan þráðist við, sagðist vera sjúkraþjálfari og vildi fá að þreifa aðeins á manninum. Maðurinn lét tilleiðast og fékk hún hann til að leggjast á bakið og tók hendur hans frá og renndi buxnaklaufinni niður og byrjaði að nudda hann rólega. Eftir smástund spurði hún manninn hvernig honum þætti þetta. Maðurinn svaraði því til að honum þætti þetta mjög gott en hann væri enn að drepast í þumalfingrinum.

Ummæli

Guðlaug sagði…
Hehe! Þessi var svakalegur :D
Bumban þín verður nú orðin töluvert stærri þegar við komum ;)
Litla sys
Sara sagði…
Já og það var sko hún móðir okkar sem sendi mér þennan :)
Nafnlaus sagði…
Hver er eiginlega þessi Einar?
Og af hverju viljiði kaupa einhvern kall sem heitir Einar Óléttubuxur?
Svenni Marktæki
Nafnlaus sagði…
Hahahaha...þessi var góður:o)
Bið að heilsa.

Kveðja Badda og co
Nafnlaus sagði…
Hahahaha...góður þessi.
Bið að heilsa öllum
Kveðja Badda og co

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)