Fórum í foreldraviðtal í gær. Bara svona spjall um hvernig Fannari gengur og hvernig okkur finnst hann taka þessu öllu saman. Honum gengur svona rosa vel... allir ánægðir með hann. Hann er farinn að tala svolitla sænsku bæði við krakkana og starfsfólkið en þegar hann þarf að berjast fyrir sínu eða frekjast svolítið þá talar hann íslensku - hehe sé þetta alveg fyrir mér. Eftir viðtalið leigðum við Helgi lítinn sendiferðabíl þar sem stóllinn og fótapullan sem við vorum búin að kaupa (fyrir 5 vikum) var tilbúinn. Ég ekkert smá spennt að fá þetta inn í stofu.... en auðvitað getur þetta ekki heldur gengið áfallalaust fyrir sig!!!! Þegar við vorum mætt á staðinn kom í ljós að verksmiðjan hafði sett vitlaust áklæði á allt saman. Mikið rosalega var ég SVEKKT! Afgreiðslumaðurinn baðst auðvitað afsökunar og gat lítið gert við þessu. Við fáum þetta þó alla vega sent ókeypis heim þegar þetta verður tilbúið.... eftir aðrar 5 vikur (buhuuu!).... enda vorum við búin að leigja bíl til einskins fyrir tæpar 500 skr.
Góðu fréttirnar er þó þær að Jói kemur í heimsókn til okkar í dag. Fannar er ekkert smá spenntur. Hann teiknar okkur litlu fjölskylduna mikið á leikskólanum - en núna fær Jói líka að vera með á myndunum :)
Góðu fréttirnar er þó þær að Jói kemur í heimsókn til okkar í dag. Fannar er ekkert smá spenntur. Hann teiknar okkur litlu fjölskylduna mikið á leikskólanum - en núna fær Jói líka að vera með á myndunum :)
Ummæli