Góð helgi á enda
Hmm langt er nú síðan ég bloggaði síðast..... Sitt lítið af hverju höfum við nú verið að gera undanfarna daga. Á fimmtudaginn buðu Sigurður og Sunna okkur í frábæran mexíkanskan kjúkling. Í gær fórum við í brunch til Mårten og Maju... sem við svo seinna fréttum að væri í raun kalas (=afmælisveisla!!)... illa gert að láta mann ekki vita af því svona fyrirfram :o/ Eftir það fórum við á málverka- og leirlistasýningu hjá samstarfskonu Helga og röltum svo bara í rólegheitum um miðbæinn... rosa fínt. Í dag vorum við svo í kaffi og kvöldmat hjá Sigurði og Sunnu. Nú verð ég aftur á móti að hætta þar sem bíómynd er að byrja í sjónvarpinu og Helgi er búinn að koma sér fyrir með snakk og lättöl... þarf að komast í snakkið áður en hann klárar það!
Ummæli