Strax kominn september!!!!
Úff hvað tíminn líður. Mér finnst núna mjög skrítið að það er enginn skóli sem bíður mín og sakna ég auðvitað allra skólafélaganna geðveikt. Nú er Fannar farinn að vera allan daginn á leikskólanum og gengur súper vel. Åke og Ingrid (starfsfólkið á deildinni hans) segja að hann sé farinn að segja einstaka orð á sænsku... auðvitað eitthvað mjög einfalt en það er svo gaman að vita að hann er að reyna litla snúllan. Ég er því ein heima á daginn og hef ég ekki viljað flakka neitt mikið ef eitthvað skildi koma upp á í leikskólanum. S.s. frekar rólegir dagar hjá mér....... sér í lagi þar sem húsmóðirin í mér er í einhverju letikasti þessa dagana hmmm!!
Ummæli