Vorum að koma úr afmælisveislunni - aldeilis fínt.... alveg pakksödd og höfum engan áhuga á kvöldmat eins og er. Rosa stuð í afmælinu - allir (fullorðnir og börn) fóru út í leiki..... hlaupa í skarðið og fótbolta o.þ.h. Fannar litli er soddan klöguskjóða... það má ekkert gerast þá verður hann lítill í sér og þarf sárlega að láta vita af því.... segjum þá bara eins og Guðrún fóstra var vön að segja: "það er búið að loka klögudeildinni".... hehe.
Á morgun eru feðgarnir að plana sundferð - ætli ég verði ekki bara heima á meðan í rólegheitum með einhverja góða tónlist í botni... kemur í ljós.
Á morgun eru feðgarnir að plana sundferð - ætli ég verði ekki bara heima á meðan í rólegheitum með einhverja góða tónlist í botni... kemur í ljós.
Ummæli