Þá erum við búin að fara í sónar. Allt lítur vel út.... þ.e.a.s. það sem hægt var að sjá. Jamm, litla krílið var nefnilega í smá feluleik - snéri með höfuðið niður og hrygginn fram (þ.e. það horfði aftur) - þannig að það var ekki hægt að fá nógu góða mælingu af höfðinu og svo var hryggurinn fyrir hjartanu þannig að erfitt var að sjá það vel. Ég þarf s.s. að mæta aftur eftir eina og hálfa viku.
Í gær skellti ég mér í klippingu og lét líka setja ljósar strípur í hárið. Ég lifði af þetta blaður sem fer alltaf fram í stólnum á hárgreiðslustofunni..... stóð mig meira að segja rosalega vel þó ég segi sjálf frá. Nú en alla vega.... ég kom svo heim - orðin ljóshærð og búið að klippa helling af hárinu og Helgi tekur ekki eftir neinu. Ég var svo sem ekkert að kippa mér upp við það (hef sjálf dottið í þessa gryfju!). Sigurður Yngvi kom um kvöldið með krakkana og borðaði með okkur..... og náttúrulega það fyrsta sem hann segir er "vá Sara - þú ert bara aldeilis breytt!" Aumingja Helgi varð eins og kleina í framan......... og ég ætlaði ekki að geta hætt að hlæja að honum ;o)
Í gær skellti ég mér í klippingu og lét líka setja ljósar strípur í hárið. Ég lifði af þetta blaður sem fer alltaf fram í stólnum á hárgreiðslustofunni..... stóð mig meira að segja rosalega vel þó ég segi sjálf frá. Nú en alla vega.... ég kom svo heim - orðin ljóshærð og búið að klippa helling af hárinu og Helgi tekur ekki eftir neinu. Ég var svo sem ekkert að kippa mér upp við það (hef sjálf dottið í þessa gryfju!). Sigurður Yngvi kom um kvöldið með krakkana og borðaði með okkur..... og náttúrulega það fyrsta sem hann segir er "vá Sara - þú ert bara aldeilis breytt!" Aumingja Helgi varð eins og kleina í framan......... og ég ætlaði ekki að geta hætt að hlæja að honum ;o)
Ummæli
góður Helgi!!
kv.
BirnaRún
hehehe
Kveðja Munda
Kveðjur frá Solna, Dröfn, www.barnaland.is/barn/15220