Nú þurfum við að grípa til róttækra uppeldisaðgerða hér á þessu heimili. Það vill svo til að unglingurinn á heimilinu (heimiliskötturinn) hefur í auknum mæli verið að færa sig upp á skaftið undanfarið. Hann er farinn að taka upp á því að gefa skít í matarskálina sína og fara frekar upp á eldhúsborð til að næla sér í mat! Um daginn nældi hann sér í vænan bita af hráu svínakjöti sem var á leiðinni á grillið hjá okkur - hann dróg bitann að matarskálinni sinni og var voða ánægður með árangurinn. Og rétt áðan heyrði ég hátt smjatt fyrir aftan mig - þá var bara kisi litli kominn upp á borð að slekja upp úr smjördollunni. Sú uppeldisaðferð sem ég notaði var að öskra á köttinn þannig að hann þaut með eldingshraði niður í kjallara og út. Hef ekki séð hann núna í nokkurn tíma..... held hann sé hræddur við mig litla skömmin.
Hitt barnið á heimilinu (Fannar) er aftur kominn á leikskólann - hress og kátur. Þetta var sem betur fer bara stutt hitakast sem hann nældi sér í. Nú ófædda barnið á heimilinu fór í sónar í gær og allt er í góðu lagi. Ég var nú samt doldið pirruð út í ljósmóðurina sem vildi ekkert gefa upp um kynið á krílinu. Það virðist vera einhver stefna hér í Svíþjóð að gefa ekkert upp, þar sem ekki er hægt að gefa þær upplýsingar með 100% vissu.
Hitt barnið á heimilinu (Fannar) er aftur kominn á leikskólann - hress og kátur. Þetta var sem betur fer bara stutt hitakast sem hann nældi sér í. Nú ófædda barnið á heimilinu fór í sónar í gær og allt er í góðu lagi. Ég var nú samt doldið pirruð út í ljósmóðurina sem vildi ekkert gefa upp um kynið á krílinu. Það virðist vera einhver stefna hér í Svíþjóð að gefa ekkert upp, þar sem ekki er hægt að gefa þær upplýsingar með 100% vissu.
Ummæli
Kv Munda
H.