Þreyta og harðsperrur hafa einkennt þessa viku hjá mér. Er að jafna mig núna og ætla því að demba mér í ræktina á eftir. Í kvöld stendur til að mæta í veislu á leikskólanum sem er haldin fyrir starfsfólk og foreldra. Ættum þar að fá gott að borða, Helgi fær kannski eitthvað gott að drekka og svo verður djammað fram eftir nóttu..... hmmm. Fannar er líka að fara í veislu..... þar sem eingöngu börnum er leyfður aðgangur. Hann ætlar nefnilega að gista hjá Kristni og Kötlu í nótt og þar skilst mér að verði popp, videó og dansiball. Hann er sem sagt svaka spenntur.
Guðrún og Jói eru í Köben yfir helgina og lánuðu okkur bílinn sinn á meðan. Við munum því reyna að nota hann vel um helgina... alla vega verður verslað mikið af mat til að fylla frystinn og vonandi finnum við líka upp á einhverju skemmtilegu að gera.
Guðrún og Jói eru í Köben yfir helgina og lánuðu okkur bílinn sinn á meðan. Við munum því reyna að nota hann vel um helgina... alla vega verður verslað mikið af mat til að fylla frystinn og vonandi finnum við líka upp á einhverju skemmtilegu að gera.
Ummæli