Aerobic æfing
Ég skellti mér í aerobic tíma áðan sem mér finnst alltaf mjög gaman að gera. Fullt af fólki í tímanum og rosa stuð. Eftir að hafa púlað og svitnað yfir ákveðnu samsafni af sporum voru sóttar dýnur og átti að skella sér á magann og gera bakæfingar. Þegar ég og ein önnur ófrísk stelpa sátum bara kyrrar og ætluðum ekki að skella okkur niður á magann kom kennarinn til okkar með tillögu að annarri bakæfingu fyrir okkur sem við gætum gert í staðinn á fjórum fótum..... alveg frábært og gott mál. En!.... Svo átti að snúa sér við og gera kviðæfingar og þá kom hún aftur til okkar. Þá vildi hún segja okkur að við ættum ekki að gera kviðæfingar.... við áttum frekar að halda áfram með bakæfingarnar eða bara hvíla. Mitt litla heilabú fór þá á fullt og ég get bara sagt það að ég man ekki eftir því í mínu námi að ófrískar konur megi ekki gera kviðæfingar... heldur þvert á móti. Ég ákvað því að gera mínar kviðæfingar og hunsa það sem kennarinn sagði, á meðan hin ófríska stelpan gerði áfram bakæfingar og horfði á mig hornauga. Ég vildi eiginlega ekki trufla tímann með því að rökræða (á minni slæmri sænsku) að þetta væri einfaldlega rangt það sem kennarinn sagði. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim var að flétta upp í gömlu glósunum mínum um "þjálfun á meðgöngu" og viti menn - ég hafði rétt fyrir mér.... auðvitað!
Ég skellti mér í aerobic tíma áðan sem mér finnst alltaf mjög gaman að gera. Fullt af fólki í tímanum og rosa stuð. Eftir að hafa púlað og svitnað yfir ákveðnu samsafni af sporum voru sóttar dýnur og átti að skella sér á magann og gera bakæfingar. Þegar ég og ein önnur ófrísk stelpa sátum bara kyrrar og ætluðum ekki að skella okkur niður á magann kom kennarinn til okkar með tillögu að annarri bakæfingu fyrir okkur sem við gætum gert í staðinn á fjórum fótum..... alveg frábært og gott mál. En!.... Svo átti að snúa sér við og gera kviðæfingar og þá kom hún aftur til okkar. Þá vildi hún segja okkur að við ættum ekki að gera kviðæfingar.... við áttum frekar að halda áfram með bakæfingarnar eða bara hvíla. Mitt litla heilabú fór þá á fullt og ég get bara sagt það að ég man ekki eftir því í mínu námi að ófrískar konur megi ekki gera kviðæfingar... heldur þvert á móti. Ég ákvað því að gera mínar kviðæfingar og hunsa það sem kennarinn sagði, á meðan hin ófríska stelpan gerði áfram bakæfingar og horfði á mig hornauga. Ég vildi eiginlega ekki trufla tímann með því að rökræða (á minni slæmri sænsku) að þetta væri einfaldlega rangt það sem kennarinn sagði. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim var að flétta upp í gömlu glósunum mínum um "þjálfun á meðgöngu" og viti menn - ég hafði rétt fyrir mér.... auðvitað!
Ummæli
KV Munda
Svenni! Ertu að æfa þig í sænskunni... kannski að undirbúa flutning hingað? Stendur þig alla vega vel.