Fara í aðalinnihald
Jólaskapið komið
Hér er búið að snjóa í alla nótt og snjóar enn..... þar að auki alveg blankalogn þannig að það getur eiginlega ekki orðið jólalegra. Fannar er nú þegar búinn að henda tveimur snjóboltum í mig og var planið hans í dag að búa til fleiri. Það verður örugglega rosa stuð hjá honum í leikskólanum í dag :) Þetta barn stækkar svo mikið að hann er löngu vaxinn upp úr snjóbuxunum sínum síðan í fyrra vetur.... þær ná honum næstum upp á miðja kálfa! Það er sem sagt kominn tími til að við foreldrarnir kaupum handa honum nýjar kuldabuxur svo hann sé nú almennilega klæddur drengurinn.... ekki seinna vænna nú þegar snjórinn er kominn.

Helgi var á næturvakt í nótt. Fannar tilkynnti við kvöldmatarborðið í gær að það væri bara gott að pabbi sinn væri að fara að vinna. Hann veit nefnilega að hann fær að kúra hjá mömmu sinni þegar pabbi hans er á vakt (þó hann hafi ekki nefnt það í framhaldinu :o)

Ummæli

Sara sagði…
Góður Svenni.. nú líst mér vel á þig. Annars er systir mín alveg hætt að láta heyra í sér.... er það vegna þess að þú sagðir henni að hún commentaði OF mikið hjá mér???
Sólrún sagði…
Hæ hér er ég :o)
Frábært að það sé kominn snjór, ég bíð og bíð eftir honum hér.
Skil alveg Fannar, það finnst öllum börnum best að vera í mömmu og pabba rúmi.
Kveðja úr brjáluðu roki, Sólrún.
Nafnlaus sagði…
Ég kíki alltaf hingað.
Get ekki kvartað undan því að mín börn vaxi hratt upp úr fötum. Daman er enn í skóm númer 25 !!!
Hér er líka snjór og kalt, brrrrrr.
Kveðja Munda og co
Sara sagði…
Jahá - gaman að því... þar sem Fannar notar núna skóstærð 31-32 :o/
Guðlaug sagði…
Hæ, hæ!
Fyrirgefðu, elsku systir mín, hvað það langt síðan að ég kommentaði! Ég er náttúrulega alveg á fullu í skólanum og svo bilaði bíllinn um daginn svo ég var svolítið að stússa í því líka. En hér er líka kominn snjór og hann virðist ætla að hanga ansi lengi því í veðurspám er spáð kulda eins lengi og hægt er að spá. Og í morgun var 12°C frost, brrrr...!
Reynum að heyrast á skype-inu fljótlega ;) Kær kveðja,
litla sys.
Sara sagði…
Gutti! Ég held að ég hafi sent þér svona sms-invitation...hef ekki fengið frá þér enn. Ég skráði mig eins og þú og veit ekkert hvað þetta er heldur!!
Nafnlaus sagði…

Ég fékk svona sms, kíki á þetta MJÖÖÖÖGGGG fljótlega.
Munda

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)