Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Íslensku jólin okkar hér í Svíþjóð hafa verið alveg frábær. Æðislegur matur - auðvitað íslenskur - og rólegheit með eindæmum. Fannar fékk fyrstu Harry Potter myndina í skóinn frá jólasveininum og hann er búinn að vera með algjört Harry Potter æði þessi jól..... vill helst fá að horfa á myndina einu sinni á dag! Um daginn fékk hann nefnilega þriðju myndina frá Nonna frænda sínum og þá byrjaði þetta allt saman.
Nú eru bara tveir dagar þangað til við Fannar höldum heim til Íslands í smá frí. Helgi fer að vinna aftur á morgun og verður nóg að gera hjá honum alveg þangað til við komum aftur tilbaka. Hann tekur 6 vaktir á spítalanum á meðan við verðum að heiman!! Ég er nú orðin ansi spennt fyrir ferðalagið - búin að finna til flugmiðana og pæla í öllu því sem við þurfum að pakka..... bara verst hvað mér finnst leiðinlegt að pakka!! Dreg það alveg fram á síðustu stundu.
Þar til næst - hafið það gott.
Íslensku jólin okkar hér í Svíþjóð hafa verið alveg frábær. Æðislegur matur - auðvitað íslenskur - og rólegheit með eindæmum. Fannar fékk fyrstu Harry Potter myndina í skóinn frá jólasveininum og hann er búinn að vera með algjört Harry Potter æði þessi jól..... vill helst fá að horfa á myndina einu sinni á dag! Um daginn fékk hann nefnilega þriðju myndina frá Nonna frænda sínum og þá byrjaði þetta allt saman.
Nú eru bara tveir dagar þangað til við Fannar höldum heim til Íslands í smá frí. Helgi fer að vinna aftur á morgun og verður nóg að gera hjá honum alveg þangað til við komum aftur tilbaka. Hann tekur 6 vaktir á spítalanum á meðan við verðum að heiman!! Ég er nú orðin ansi spennt fyrir ferðalagið - búin að finna til flugmiðana og pæla í öllu því sem við þurfum að pakka..... bara verst hvað mér finnst leiðinlegt að pakka!! Dreg það alveg fram á síðustu stundu.
Þar til næst - hafið það gott.
Ummæli