Gleðilega Lúsíuhátíð
Gestirnir farnir og við aftur orðin ein í kotinu. Alveg frábærir þrír dagar sem við fengum með tengdó. Við fórum og skoðuðum Astrid Lindgrens barnsjukhus, skoðuðum miðbæinn, kíktum inn í nokkrar verslanir (... bara til að hita okkur hehe) og fórum á sænskt jólahlaðborð. Nonni kom meira að segja líka (old news!) og borðaði með okkur jólahlaðborð og gisti eina nótt. Ýmislegt var nú smakkað á hlaðborðinu sem við höfðum aldrei smakkað fyrr... eins og reyktur áll, hreindýr, nautatunga (ekki smakkaði ég það... borða ekki alveg hvað sem er!) og margt fleira. Auðvitað var líka eldaður góður matur hér á Lövsundsvägen. Helgi sýndi foreldrum sínum listatakta í eldhúsinu og eldaði handa þeim frábæran núðlurétt og bjó þar að auki líka til ótrúlega góða ostaköku. Saran skellti svo bara í einn auman kjúklingarétt eitt kvöldið. Í gærkvöldi eftir að gestirnir voru farnir smelltum við íslensku slátri í pottinn og bjuggum til rófustöppu og borðuðum á okkur gat. Jeminn hvað það var gott! Nú aftur á móti erum við komin í át-pásu fram að jólum.... hrökkbrauð í matinn fram til jóla ;o)
Í dag er Lúsía og förum við Helgi á eftir að fylgjast með Lúsíuhátíðinni á leikskólanum hans Fannars. Þar sem Fannar er á elstu deildinni á leikskólanum og hinar deildirnar eru stútfullar af smábörnum, mun hans deild eingöngu sjá um Lúsíu-lestina. Ég er voða spennt að fara og sjá þetta... mig minnir að ég hafi sjálf tekið þátt í svona Lúsíuhátið þegar ég var krakki og bjó í Danmörku.
Gestirnir farnir og við aftur orðin ein í kotinu. Alveg frábærir þrír dagar sem við fengum með tengdó. Við fórum og skoðuðum Astrid Lindgrens barnsjukhus, skoðuðum miðbæinn, kíktum inn í nokkrar verslanir (... bara til að hita okkur hehe) og fórum á sænskt jólahlaðborð. Nonni kom meira að segja líka (old news!) og borðaði með okkur jólahlaðborð og gisti eina nótt. Ýmislegt var nú smakkað á hlaðborðinu sem við höfðum aldrei smakkað fyrr... eins og reyktur áll, hreindýr, nautatunga (ekki smakkaði ég það... borða ekki alveg hvað sem er!) og margt fleira. Auðvitað var líka eldaður góður matur hér á Lövsundsvägen. Helgi sýndi foreldrum sínum listatakta í eldhúsinu og eldaði handa þeim frábæran núðlurétt og bjó þar að auki líka til ótrúlega góða ostaköku. Saran skellti svo bara í einn auman kjúklingarétt eitt kvöldið. Í gærkvöldi eftir að gestirnir voru farnir smelltum við íslensku slátri í pottinn og bjuggum til rófustöppu og borðuðum á okkur gat. Jeminn hvað það var gott! Nú aftur á móti erum við komin í át-pásu fram að jólum.... hrökkbrauð í matinn fram til jóla ;o)
Í dag er Lúsía og förum við Helgi á eftir að fylgjast með Lúsíuhátíðinni á leikskólanum hans Fannars. Þar sem Fannar er á elstu deildinni á leikskólanum og hinar deildirnar eru stútfullar af smábörnum, mun hans deild eingöngu sjá um Lúsíu-lestina. Ég er voða spennt að fara og sjá þetta... mig minnir að ég hafi sjálf tekið þátt í svona Lúsíuhátið þegar ég var krakki og bjó í Danmörku.
Ummæli