Saran er óvenju sybbin í dag. Var að bíða eftir einhverjum vatnskalli í morgunn milli hálf átta og hálf tíu. Hringdi svo í eitthvað símanúmer sem gefið var upp til að láta vita að ég þyrfti aðeins að bregða mér frá til að fara með drenginn á leikskóla. Ég náði að blaðra inn á eitthvert talhólf á slæmri sænsku að ég yrði í burtu í 15 mínútur..... fór með Fannar kl. 8.45 og þegar ég kom heim aftur var miði í póstkassanum um að kallinn hefði komið kl. 8.50 !!! Dííísuss hvað ég varð pirruð þegar ég sá miðann...
Ég átti mjög góðan afmælisdag á sunnudaginn. Súpan heppnaðist með eindæmum vel og allir fóru saddir og ánægðir heim til sín seinnipartinn (eða það held ég alla vega).
Helgi er mikið búinn að vesenast í bílamálum undanfarna daga og bauð í eina Mözdu 626 station, árgerð 2000, fyrir helgi. Ef allt gengur að óskum fáum við bílinn í kvöld.... Helgi fer sem sagt beint eftir vinnu að skrifa undir. Það verður sko notalegt að komast á bíl aftur. Við erum sko búin að vera rosa d...