Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2005
Saran er óvenju sybbin í dag. Var að bíða eftir einhverjum vatnskalli í morgunn milli hálf átta og hálf tíu. Hringdi svo í eitthvað símanúmer sem gefið var upp til að láta vita að ég þyrfti aðeins að bregða mér frá til að fara með drenginn á leikskóla. Ég náði að blaðra inn á eitthvert talhólf á slæmri sænsku að ég yrði í burtu í 15 mínútur..... fór með Fannar kl. 8.45 og þegar ég kom heim aftur var miði í póstkassanum um að kallinn hefði komið kl. 8.50 !!! Dííísuss hvað ég varð pirruð þegar ég sá miðann... Ég átti mjög góðan afmælisdag á sunnudaginn. Súpan heppnaðist með eindæmum vel og allir fóru saddir og ánægðir heim til sín seinnipartinn (eða það held ég alla vega). Helgi er mikið búinn að vesenast í bílamálum undanfarna daga og bauð í eina Mözdu 626 station, árgerð 2000, fyrir helgi. Ef allt gengur að óskum fáum við bílinn í kvöld.... Helgi fer sem sagt beint eftir vinnu að skrifa undir. Það verður sko notalegt að komast á bíl aftur. Við erum sko búin að vera rosa d...
Þessa dagana er ég að drukkna í gömlum barnafötum. Ég var að gramsa í geymslunni og fann alveg helling af dóti.... fullt af samfellum, samfestingum og taubleium. Svo er náttúrulega heljarinnar vinna að þvo þetta allt saman og koma þessu svo einhvers staðar fyrir... ég held að við verðum að kaupa okkur aðra kommóðu!! Fannar er hinn kátasti að vera byrjaður aftur á leikskólanum.... hann vill helst ekki koma með mér heim á daginn og þarf ég hálfpartinn að draga hann þaðan út. Helgin sem er framundan lítur vel út. Helgi þarf reyndar að vinna annað kvöld en við reynum að gera eitthvað skemmtilegt fyrri partinn á morgunn. Svo ætlum við að vera með afmælisveislu á sunnudaginn og bjóða vinum okkar hér í súpu og brauð í hádeginu. Ég er alveg búin að fá nóg af kökum..... og nenni þar að auki ekki að leggjast í mikinn bakstur..... þannig að þetta fannst okkur góð lausn. En nú er komið að því að sækja litla prinsinn... líklega ekki við mikinn fögnuð hans...
Aftur mætt á bloggið! Þá er Íslandsförinni lokið og ég hef nógan tíma til að sitja yfir þessu bloggi aftur. Það var nú mjög gott að koma heim aftur en þó líka doldið einmanalegt þegar ég fór með Fannar á leikskólann í gær..... aftur orðin ein! Edda vinkona er komin á fullt í vinnu þannig að það er ekki hægt að bögga hana lengur yfir daginn.... það er þó stutt í nýja fjölskyldumeðliminn þannig að það verður bráðum nóg að gera. Helgi er á fullu núna að pæla í bílakaupum.... ég kann ekkert á þessi mál þannig að hann grúskar einn í þessu - hann sýnir mér samt myndir bara svona til að fá samþykki mitt hehehe. Skilyrðin eru þó þau að við kaupum sjálfskiptan station bíl með loftkælingu. Erum með einn Opel Omega í sigtinu núna og fer hann líklega að skoða hann á morgunn.... spennandi! Það er strax búið að bóka gistipláss hjá okkur í febrúar.... endalaus gestagangur hjá okkur :) en það eru Raggi og Munda sem ætla að kíkja til okkar. Hlökkum að sjálfsögðu til að fá þau í heimsókn....