Fara í aðalinnihald
Aftur mætt á bloggið!
Þá er Íslandsförinni lokið og ég hef nógan tíma til að sitja yfir þessu bloggi aftur. Það var nú mjög gott að koma heim aftur en þó líka doldið einmanalegt þegar ég fór með Fannar á leikskólann í gær..... aftur orðin ein! Edda vinkona er komin á fullt í vinnu þannig að það er ekki hægt að bögga hana lengur yfir daginn.... það er þó stutt í nýja fjölskyldumeðliminn þannig að það verður bráðum nóg að gera.

Helgi er á fullu núna að pæla í bílakaupum.... ég kann ekkert á þessi mál þannig að hann grúskar einn í þessu - hann sýnir mér samt myndir bara svona til að fá samþykki mitt hehehe. Skilyrðin eru þó þau að við kaupum sjálfskiptan station bíl með loftkælingu. Erum með einn Opel Omega í sigtinu núna og fer hann líklega að skoða hann á morgunn.... spennandi!

Það er strax búið að bóka gistipláss hjá okkur í febrúar.... endalaus gestagangur hjá okkur :) en það eru Raggi og Munda sem ætla að kíkja til okkar. Hlökkum að sjálfsögðu til að fá þau í heimsókn.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
ÚFFF hvað ég er fegin að lesa þetta ;-)
KV Munda
Nafnlaus sagði…
Vona að Munda verði sér ekki til skammar hehe. Gaman að vita til þess að hún ætli að hafa Ragga með sér út í hinn stóra heim ;) Það verður örugglega fjör á ykkur!
Sara sagði…
Jamm - það gleður ykkur sem sagt að heyra að við erum hætt við Opelinn?
Arnar Thor sagði…
Skódinn blívur. Já gaman að Raggi fékk fararleyfi. Velkomin aftur á bloggið.

kv.

Arnar
Nafnlaus sagði…
Já, já svo gleymdi ég bara að gera "kv. Guðrún" ofar á síðunni. Munda hringdi í mig og vildi fullvissa sig um að þetta hefði verið ég; Munda spæjó :-).
Sara sagði…
mig grunaði nú sterklega að það varst þú Guðrún mín.... Munda verður bara að hafa allt svona á hreinu... eins og þegar hún á að hafa hringt í tengdó og spurt hvort ég myndi mæta í minn fyrsta PP klúbb hehe ;o)
Nafnlaus sagði…
Hehehe, það væri hennar versta martröð komast ekki að þessum hlutum. Ég er að hugsa um að leggja allt mitt traust á hana, enda er hún ELDRI en ég og á þess vegna að vera með hlutina meira á hreinu heldur en við. Er það ekki Mundulína?? ;-)
Kv.
Guðrún
Nafnlaus sagði…
URRRR þetta með hringinguna er BÖLVUÐ ÞVÆLA!!!! Ég hringdi ekki!!!!!

Guðrún þetta hefur ekkert með aldur að gera það er bara stjörnumerkið sem skiptir máli!!! Er það ekki stelpur?

Svo veit ég alveg af hverju þú ert með þessi comment þú ert bara abbó að ég sé að fara en EKKI þú!!!

KV Munda

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)