Þessa dagana er ég að drukkna í gömlum barnafötum. Ég var að gramsa í geymslunni og fann alveg helling af dóti.... fullt af samfellum, samfestingum og taubleium. Svo er náttúrulega heljarinnar vinna að þvo þetta allt saman og koma þessu svo einhvers staðar fyrir... ég held að við verðum að kaupa okkur aðra kommóðu!!
Fannar er hinn kátasti að vera byrjaður aftur á leikskólanum.... hann vill helst ekki koma með mér heim á daginn og þarf ég hálfpartinn að draga hann þaðan út.
Helgin sem er framundan lítur vel út. Helgi þarf reyndar að vinna annað kvöld en við reynum að gera eitthvað skemmtilegt fyrri partinn á morgunn. Svo ætlum við að vera með afmælisveislu á sunnudaginn og bjóða vinum okkar hér í súpu og brauð í hádeginu. Ég er alveg búin að fá nóg af kökum..... og nenni þar að auki ekki að leggjast í mikinn bakstur..... þannig að þetta fannst okkur góð lausn.
En nú er komið að því að sækja litla prinsinn... líklega ekki við mikinn fögnuð hans...
Fannar er hinn kátasti að vera byrjaður aftur á leikskólanum.... hann vill helst ekki koma með mér heim á daginn og þarf ég hálfpartinn að draga hann þaðan út.
Helgin sem er framundan lítur vel út. Helgi þarf reyndar að vinna annað kvöld en við reynum að gera eitthvað skemmtilegt fyrri partinn á morgunn. Svo ætlum við að vera með afmælisveislu á sunnudaginn og bjóða vinum okkar hér í súpu og brauð í hádeginu. Ég er alveg búin að fá nóg af kökum..... og nenni þar að auki ekki að leggjast í mikinn bakstur..... þannig að þetta fannst okkur góð lausn.
En nú er komið að því að sækja litla prinsinn... líklega ekki við mikinn fögnuð hans...
Ummæli
Tæpar 4. vikur í að við komum, gaman gaman.
KV Munda og Raggi
Kveðja, Hjördís og Jónas. :)