Eiginlega er bara ekkert að frétta af þessu heimili. Grenjandi rigning núna og ekkert gaman að vera á einhverjum þvælingi. Ég fór nú samt í IKEA í byrjun vikunnar og fyllti þar einn góðan innkaupavagn af dóti.... aðallega ungbarnadóti hehe. Keypti nú líka smá dót handa Fannari svo hann fái nú eitthvað líka :)
Nú er bara ein vika í að PP-meðlimirnir Guðmunda og Ragnar láti sjá sig á heimili okkar. Við erum mikið að pæla í því hvað við eigum að gefa þessu matarklúbbsfólki okkar að borða.... við verðum nú að standa okkur í eldhúsinu - þvílík pressa ;o)
Annars á Guðrún Karitas - viðskiptafræðingur, fjármálastjóri, húsmóðir, kvensnift og PP-meðlimur afmæli í dag. Óska ég henni og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með daginn.
Nú er bara ein vika í að PP-meðlimirnir Guðmunda og Ragnar láti sjá sig á heimili okkar. Við erum mikið að pæla í því hvað við eigum að gefa þessu matarklúbbsfólki okkar að borða.... við verðum nú að standa okkur í eldhúsinu - þvílík pressa ;o)
Annars á Guðrún Karitas - viðskiptafræðingur, fjármálastjóri, húsmóðir, kvensnift og PP-meðlimur afmæli í dag. Óska ég henni og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með daginn.
Ummæli
Þú manst að Mundu langar mest af öllu að fara í Ikea; spurning um að þið borðið bara í teríunni þar, sænskar kjötbollur á spottprís :-) hehe.
Kv.
Guðrún
Guðrún: Ég held að þú ættir bara að skella þér í IKEA á Íslandi og hætta að öfundast svona út í okkur Söru!!!
Kv Munda, bara nokkrir dagar til stefnu.