góða helgi
Loksins fær Helgi minn vaktafrí yfir helgi - ekki gerst síðan við komum aftur frá Íslandi! Það leit nú illa út í gær þar sem vantaði á næturvakt í nótt og voru góðar líkur á að hann þyrfti að vinna...... en sem betur fer hefur því verið reddað.
Eftir tvær vikur koma fyrstu gestir okkar á þessu ári í heimsókn. Ég hef áreiðanlegar fréttir um að Munda sé löngu byrjuð að telja niður.... hún þarf líklega að komast í gott frí frá heimilinu enda orðið ansi langt síðan hún fór í húsmæðraorlof kellan


Ummæli