Fara í aðalinnihald

helgarfréttir


Það snjóar og snjóar og snjóar hjá okkur núna. Kominn meira en ökkladjúpur snjór hér úti og kominn tími til að fara út og moka. Við ætluðum að rúnta niður í bæ í dag en ég veit ekki hvort það verður að því. Helgi ætlaði að sýna mér leiðina á T-centralen svo ég gæti nú sótt gestina okkar á fimmtudaginn.... ég rata nefnilega ekkert í miðbænum! Ferðinni er alla vega heitið í barnaafmæli á eftir til Kötlu sem varð fjögurra ára sl. mánudag. Þar munum við hitta flesta vini okkar og örugglega eiga góðan dag.

Í gær fóru Helgi og Fannar Már á stúfana og redduðu eldivið til að bæta kyndinguna í húsinu. Þeir fóru vígbúnir nýrri sög og exi (Fannar mjög kátur með þessi verkfæri ;) og keyrðu að litlum skógi þar sem mörg tré höfðu fallið í miklu óveðri sem var hér í byrjun janúar. Við vorum ekki alveg viss um hvort þetta væri leyfilegt.... við vorum alla vega viss um að ef þetta væri ekki leyfilegt þá myndi einhver koma og láta þá vita.... Svíarnir eru nefnilega MJÖG afskiptasamir þegar kemur að svoleiðis hlutum!! Og mikið rétt... ansi margir komu og spjölluðu við þá feðga um þetta en .... nei enginn vildi nú meina að þetta væri bannað. Þeir komu því heim með fullt skott af eldivið :)

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Voða er gaman að heyra hvað Fannar er líkur pabba sínum með verkfæramálin. Enn betra að heyra með bætta kyndingu í húsinu, erum búin að stoppa í alla ullarsokka á heimilinu.
Hvaða lest tökum við á flugstöðinni? Hvar förum við úr henni?
Styttist og styttist.
Kv Munda
Nafnlaus sagði…
Úff eins gott að vera tilbúin með heitt kakó þegar R&M koma heim eftir ferðina til Lapplands!!
Kv.
Guðrún
Sara sagði…
Munda - haltu bara áfram að finna til og laga hlýju fötin... hér hefur snjóað svo mikið undanfarinn sólarhring (og á víst ekki að hætta alveg strax)!! Allt á bólakafi....

Helgi mun senda ykkur nákvæman leiðarvísi á ferðalagi ykkar.... þetta er nú samt ekkert flókið.... bara ein lest sem þið farið með á endastöð. Ég held að hann vilji dunda aðeins í þessu fyrir ykkur :)
Nafnlaus sagði…
Frábært, við bíðum spennt eftir pósti.
Veðrið er þá bara svipað og hér.

Kv Munda

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)