helgarfréttir
Það snjóar og snjóar og snjóar hjá okkur núna. Kominn meira en ökkladjúpur snjór hér úti og kominn tími til að fara út og moka. Við ætluðum að rúnta niður í bæ í dag en ég veit ekki hvort það verður að því. Helgi ætlaði að sýna mér leiðina á T-centralen svo ég gæti nú sótt gestina okkar á fimmtudaginn.... ég rata nefnilega ekkert í miðbænum! Ferðinni er alla vega heitið í barnaafmæli á eftir til Kötlu sem varð fjögurra ára sl. mánudag. Þar munum við hitta flesta vini okkar og örugglega eiga góðan dag.
Í gær fóru Helgi og Fannar Már á stúfana og redduðu eldivið til að bæta kyndinguna í húsinu. Þeir fóru vígbúnir nýrri sög og exi (Fannar mjög kátur með þessi verkfæri ;) og keyrðu að litlum skógi þar sem mörg tré höfðu fallið í miklu óveðri sem var hér í byrjun janúar. Við vorum ekki alveg viss um hvort þetta væri leyfilegt.... við vorum alla vega viss um að ef þetta væri ekki leyfilegt þá myndi einhver koma og láta þá vita.... Svíarnir eru nefnilega MJÖG afskiptasamir þegar kemur að svoleiðis hlutum!! Og mikið rétt... ansi margir komu og spjölluðu við þá feðga um þetta en .... nei enginn vildi nú meina að þetta væri bannað. Þeir komu því heim með fullt skott af eldivið :)
Ummæli
Hvaða lest tökum við á flugstöðinni? Hvar förum við úr henni?
Styttist og styttist.
Kv Munda
Kv.
Guðrún
Helgi mun senda ykkur nákvæman leiðarvísi á ferðalagi ykkar.... þetta er nú samt ekkert flókið.... bara ein lest sem þið farið með á endastöð. Ég held að hann vilji dunda aðeins í þessu fyrir ykkur :)
Veðrið er þá bara svipað og hér.
Kv Munda