Fara í aðalinnihald

Helgi MJÖG hissa!


Það var líf og fjör á heimili okkar um helgina. Raggi, Munda, Guðrún og Steini voru í heimsókn hjá okkur - frábærir gestir alveg hreint. Við komum Helga heldur betur á óvart en hann átti bara von á Ragga og Mundu.... Helgi hefur gert mér þennan grikk áður þegar pabbi kom "óvænt" í heimsókn í haust, þannig að það var kominn tími fyrir hann að fá að kenna á því ;) Hann varð líka ekkert smá hissa kallinn.... tók hann nokkra tíma að ná sér eftir "áfallið" hehe. "Munda!! Þú verður að senda mér myndina sem þú tókst af Helga þegar hann sá hjónakornin". Annars reyndum við auðvitað að gefa gestunum góðan mat (sem ég held að hafi bara tekist mjög vel) og miðbærinn var náttúrulega skoðaður vel. Ég er nú samt ekki ánægð með frammistöðu stúlknanna í búðunum en þær kvörtuðu undan áfengisleysi sem hefði þurft að koma þeim af stað í þeim efnunum. Þær verða bara að koma aftur seinna og gera aðra tilraun.

Nú er orðið ansi stutt í að krílið komi í heiminn.... vonandi í næstu viku!! Ég er búin að prjóna peysu á það og er meira að segja byrjuð á einni handa Fannari (sem hann er mjög kátur með)..... sem sagt komin með smá prjónaæði. Ég hef aldrei verið dugleg við svona lagað.... reyndar er þetta fyrsta peysan sem ég klára og tókst hún bara ágætlega.

Jæja - ég má ekkert vera að þessu.... best að halda áfram að prjóna hehe ;o)

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hæ hæ
Já það tókst sko hjá ykkur að gefa okkur góðan mat. Takk aftur fyrir okkur.

Ertu bara búin að peysuna?? Það er aldeilis dugnaður. Fórstu svo í handavinnubúðina sem við fundum í Gamla Stan til að kaupa í aðra?

Mér finnst ég hafa keypt fullt, sokka á 3. börn!!! Átti ég að kaupa meira?

Þú sensir svo SMS svo ég geti sent strauma!!!
Kveðja Munda
Sara sagði…
Jamm - ég er sko ekki búin að gera annað en að prjóna síðan þið fóruð ;) Svo fann ég þessa fínu prjónabúð í Farsta Centrum, þannig að það var bara að halda áfram. Held líka að það hafi verið doldið mikilvægt fyrir Fannar að ég skildi líka prjóna handa honum en ekki bara á litla barnið!

Auðvitað sendi ég sms... þú þurftir nú ekki einu sinni að nefna það :)
Nafnlaus sagði…
Maturinn var fábær, er enn að hugsa um allar máltíðirnar þrjár, ummmm. Skyrtan sem mér tókst að versla á sjálfa mig lukkast svona líka vel í Keflavíkinni....... ;)
Kv.
Guðrún

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)