Í síðustu viku (á fimmtudaginn) skellti ég mér á tónleika. Ég fór að hlusta á íslensku reggae hljómsveitina Hjálmar sem voru að spila á veitinga- og skemmtistað við Stureplan. Ég skildi því Helga eftir heima með strákana tvo og pela með brjóstamjólk, skellti mér í lestina og fór niður í bæ.... meira að segja alein! Jamm, það komst enginn með mér þannig að ég fór bara ein..... ykkur finnst það kannski ekkert merkilegt en það finnst mér! Ég er nefnilega ekki svona týpa sem fer ein í bíó og svoleiðis. Ekki það að það sé eitthvað að því.... hef bara aldrei langað til þess hehe :) Tónleikarnir voru náttúrulega frábærir... bjóst eiginlega ekki við öðru.... og fékk ég meira að segja tækifæri til að heilsa örsnöggt upp á Sigga frænda sem er í hljómsveitinni. Ef þið fáið tækifæri til að sjá þá spila mæli ég eindregið með því að þið drífið ykkur :)
Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum
Ummæli
Kv.
G
Hann er sko algjört krútt hann Viktor Snær, voða mannalegur og flottur.
KV Munda