Nú er litli maðurinn sofandi og ætla ég því að nota tækifærið og blogga smá. Helgi er nú byrjaður að vinna aftur og ég sé því um báða strákana á morgnana. Fannar er náttúrulega svo stór og duglegur þannig að þetta er ekkert vandamál.... maður er bara doldið þreyttur á morgnana þegar maður þarf að rífa sig á fætur enda fer litli guttinn ekki alltaf snemma að sofa :) Viktor Snær var í viktun í morgun og hefur hann þyngst um meira en 400 gr. og er orðinn 54 cm. Duglegur að drekka drengurinn!
Tengdamamma og Nonni voru hjá okkur um síðustu helgi. Erna fékk Viktor í fangið við hvert tækifæri :) Þetta var stutt og róleg heimsókn og lítið gert af týpískum túristahlutum. Eftir tvær vikur fáum við svo heimsókn af foreldrum mínum - gaman gaman :)
Það er ennþá voðalega mikill vetur hérna... ég er orðin ansi þreytt á kuldanum og snjónum. Hlakka mikið til að það fari að vora - vonandi ekki svo langt í það.
Tengdamamma og Nonni voru hjá okkur um síðustu helgi. Erna fékk Viktor í fangið við hvert tækifæri :) Þetta var stutt og róleg heimsókn og lítið gert af týpískum túristahlutum. Eftir tvær vikur fáum við svo heimsókn af foreldrum mínum - gaman gaman :)
Það er ennþá voðalega mikill vetur hérna... ég er orðin ansi þreytt á kuldanum og snjónum. Hlakka mikið til að það fari að vora - vonandi ekki svo langt í það.
Ummæli