Um helgina festist bíllinn okkar í innkeyrslunni!! Það var búið að vera svo svakalega kalt að það var þvílíkur klaki í innkeyrslunni og þar að auki er innkeyrslan í brekku. Það var meira að segja svo slæmt að bíllinn rann á bílskúrshurðina.... sama hvað við ýttum og spóluðum. Þessu var reddað með sjóðandi heitu vatni og á endanum náðum við bílnum upp úr innkeyrslunni.
En nú er vorið komið.... segja veðurfræðingarnir alla vega :) Það spáir 5 - 10 stiga hita út vikuna. Snjórinn verður því allur farinn þegar mamma og pabbi koma í næstu viku. Ég er hin ánægðasta yfir þessum veðrabreytingum :oD
En nú er vorið komið.... segja veðurfræðingarnir alla vega :) Það spáir 5 - 10 stiga hita út vikuna. Snjórinn verður því allur farinn þegar mamma og pabbi koma í næstu viku. Ég er hin ánægðasta yfir þessum veðrabreytingum :oD
Ummæli
KV Munda