Þá erum við búin að fá vespuna í hendurnar..... sóttum hana í gær. Fannar er auðvitað mjög kátur með þessi kaup og er hann sérstaklega ánægður með að það fylgdi lítill hjálmur með hjólinu sem passar á hann :) Aðalmálið er nú samt það að nú mun það ekki taka Helga klukkutíma að komast í og úr vinnu.
Í gær fengum við upplýsingar frá Örby skola.... Fannar byrjar í skólanum 18. ágúst og verður í 20 manna bekk. Þau eru sjö í bekknum hans sem koma frá Vi som växer þannig að hann þekkir ansi marga sem eru með honum í bekk. Þar að auki verður líka strákur sem heitir Simon með honum í bekk. Þessi strákur á íslenska mömmu og búa þau hérna rétt hjá okkur. Við hittum mömmu hans á skólafundi í byrjun febrúar og erum við reyndar að fara í kaffi til þeirra á morgun.... ekki verra fyrir strákana að kynnast soldið áður en skólinn byrjar :)
Annars er Fannar að fara í afmæli til Svante á eftir og Helgi mun sofa hluta af deginum þar sem hann var á næturvakt í nótt.... þannig að við Viktor verðum því ein að dunda okkur eitthvað í dag.
Góða helgi öll sömul.
Í gær fengum við upplýsingar frá Örby skola.... Fannar byrjar í skólanum 18. ágúst og verður í 20 manna bekk. Þau eru sjö í bekknum hans sem koma frá Vi som växer þannig að hann þekkir ansi marga sem eru með honum í bekk. Þar að auki verður líka strákur sem heitir Simon með honum í bekk. Þessi strákur á íslenska mömmu og búa þau hérna rétt hjá okkur. Við hittum mömmu hans á skólafundi í byrjun febrúar og erum við reyndar að fara í kaffi til þeirra á morgun.... ekki verra fyrir strákana að kynnast soldið áður en skólinn byrjar :)
Annars er Fannar að fara í afmæli til Svante á eftir og Helgi mun sofa hluta af deginum þar sem hann var á næturvakt í nótt.... þannig að við Viktor verðum því ein að dunda okkur eitthvað í dag.
Góða helgi öll sömul.
Ummæli
Flott að vera búin að fá að vita allt um skólann. Við býðum spennt eftri uppl. frá Holtaskóla, höfum heyrt að það verði 3 1. bekkir. Greinilega mjög stór árgangur.
KV Munda