Mjög fín helgi er á enda. Á laugardaginn fórum við í göngutúr um Reimersholme sem er ein af litlu eyjunum í Stokkhólmi. Í gær fórum við í göngutúr um hverfið okkar. Við erum aðeins byrjuð að skoða hús sem eru til sölu í hverfinu enda bara eitt ár í flutning. Við erum frekar spennt yfir að fá hús í þessu hverfi enda kunnum við mjög vel við okkur hér. Svo verður Fannar líka byrjaður í skóla og væri best fyrir hann að þurfa ekki að skipta um skóla.
Við hittum Åke (hann er leikskólakennari á deildinni hans Fannars) eftir göngutúrinn í gær og buðum honum auðvitað í kaffi. Hann þáði það og sat hjá okkur og drakk tvo kaffibolla - voða gaman. Svo kíkti Katrín við rétt eftir að Åke var farinn. Hún kom með börnin sín tvö, Símon og Philippu. Sem sagt óvenju mikill gestagangur hjá okkur þessa helgina :)
Næsta heimsókn frá Íslandi verða Guðlaug systir og mamma.... jibííí. Þær ætla að koma 26. maí. Ég ætla að draga Guðlaugu og Eddu vinkonu með mér á Kent tónleika sem eru 27. maí....... hver veit nema að Helgi fylgi bara með okkur stelpunum og mamma passi strákana (er að reyna að fá hann með en hann er með eitthvað samviskubit yfir að fara á tvenna tónleika í júní).
Við hittum Åke (hann er leikskólakennari á deildinni hans Fannars) eftir göngutúrinn í gær og buðum honum auðvitað í kaffi. Hann þáði það og sat hjá okkur og drakk tvo kaffibolla - voða gaman. Svo kíkti Katrín við rétt eftir að Åke var farinn. Hún kom með börnin sín tvö, Símon og Philippu. Sem sagt óvenju mikill gestagangur hjá okkur þessa helgina :)
Næsta heimsókn frá Íslandi verða Guðlaug systir og mamma.... jibííí. Þær ætla að koma 26. maí. Ég ætla að draga Guðlaugu og Eddu vinkonu með mér á Kent tónleika sem eru 27. maí....... hver veit nema að Helgi fylgi bara með okkur stelpunum og mamma passi strákana (er að reyna að fá hann með en hann er með eitthvað samviskubit yfir að fara á tvenna tónleika í júní).
Ummæli