Svante er búinn að vera í heimsókn hjá Fannari í dag. Þeir voru báðir rosa spenntir yfir þessari heimsókn og er auðvitað búið að vera æðislega gaman hjá þeim í dag. Helgi búinn að fara með þeim út að hjóla, þeir búnir að hlaupa um allt hús í einhverjum ærslaleik og borða sig stútfulla af pönnukökum sem Helgi minn bakaði.
Helgi fór að skoða vespu í gær. Við erum nefnilega búin að ákveða að fjárfesta í einni slíkri - aðallega af því að það er þægilegasti ferðamátinn fyrir Helga að komast í og úr vinnu. Þetta er lítil vespa sem kemst bara upp í 30-40 km./klst. og má maður þar af leiðandi keyra hana á hjólastígunum og losna þannig við alla bílatraffíkina. Svo þarf maður ekki heldur að borga bílastæði :) ......... og góðu fréttirnar eru þær að þá fæ ég alltaf að hafa bílinn híhí :oD
Helgi fór að skoða vespu í gær. Við erum nefnilega búin að ákveða að fjárfesta í einni slíkri - aðallega af því að það er þægilegasti ferðamátinn fyrir Helga að komast í og úr vinnu. Þetta er lítil vespa sem kemst bara upp í 30-40 km./klst. og má maður þar af leiðandi keyra hana á hjólastígunum og losna þannig við alla bílatraffíkina. Svo þarf maður ekki heldur að borga bílastæði :) ......... og góðu fréttirnar eru þær að þá fæ ég alltaf að hafa bílinn híhí :oD
Ummæli