Viktor Snær hitti barnalækninn í morgun. Læknirinn sagði að hann væri rosa flottur og allt í besta lagi. Hann er orðinn 5650 gr. og 7 vikna gamall.
Fannar fór á Naturhistoriska museet með leikskólanum í morgun. Hann fékk með sér nesti... en það finnst honum alltaf voða mikið sport. Svo sagði hann við mig í morgun að hann vonaði að það myndi ekki kvikna aftur í safninu (en brunakerfið fór í gang síðast þegar við heimsóttum þetta safn)..... ég fullvissaði hann um að það væru ansi litlar líkur á því :)
Annars er voða lítið að frétta af þessu heimili eins og er. Allt gengur bara sinn vanagang.
Fannar fór á Naturhistoriska museet með leikskólanum í morgun. Hann fékk með sér nesti... en það finnst honum alltaf voða mikið sport. Svo sagði hann við mig í morgun að hann vonaði að það myndi ekki kvikna aftur í safninu (en brunakerfið fór í gang síðast þegar við heimsóttum þetta safn)..... ég fullvissaði hann um að það væru ansi litlar líkur á því :)
Annars er voða lítið að frétta af þessu heimili eins og er. Allt gengur bara sinn vanagang.
Ummæli
Bara að kvitta fyrir mig, Já og til hamingju með Viktor Snæ. Gaman að geta fylgst með ykkur...
Kveðja, Sigrún