Ég get nú ekki annað en verið mjög vonsvikin yfir undankeppninni í Eurovision. Ég og Edda sátum hérna saman og horfðum á keppnina yfir poppkorni og nammi. Við vorum bara mjög bjartsýnar og fannst okkur Selma bara standa sig vel (fyrir utan fötin sem hún var í!). Við urðum því mjög hissa þegar við sáum að líkurnar á að Ísland væri í einhverjum af þessum tíu umslögum minnkaði og minnkaði með hverju opnu umslagi. Nú nenni ég bara engan veginn að horfa á keppnina í kvöld. Sænska lagið er svo lélegt að ég hef enga trú á því. Það er ekkert gaman að horfa á keppnina nema halda með einhverjum... kannski ég ætti að halda með Dönum svona "for old times sake"..... Nei - ég held að við tökum bara spólu í kvöld.
Viktor er enn voða kvefaður, litla krúttið. Hann er nú samt ekkert pirraður yfir því :) Hann er að uppgötva hendurnar á sér þessa dagana.... ferlega fyndið að sjá hann glápa á hendurnar, nánast rangeygður, og stinga þeim svo upp í sig hehe. Þriggja mánaða sprautan er framundan í næstu viku.... voðalega líður tíminn alltaf hratt!!
Við vorum að kaupa okkur vídeómyndavél, rosa flotta. Helgi er nú eitthvað búinn að blogga um það :) .... tók sinn tíma að fá hana hehe. Við ætlum að vera rosa dugleg að mynda strákana og svo verða gestirnir okkar líka myndaðir í bak og fyrir. Mamma og Guðlaug fá þann heiður að vera fyrstu gestirnir sem verða myndaðir á vélina.... og þá vil ég ekki heyra neitt um myndavélafælni hehe. Ég ætla að vera eins og týpískur japanskur túristi með vídeómyndavél ;)
Viktor er enn voða kvefaður, litla krúttið. Hann er nú samt ekkert pirraður yfir því :) Hann er að uppgötva hendurnar á sér þessa dagana.... ferlega fyndið að sjá hann glápa á hendurnar, nánast rangeygður, og stinga þeim svo upp í sig hehe. Þriggja mánaða sprautan er framundan í næstu viku.... voðalega líður tíminn alltaf hratt!!
Við vorum að kaupa okkur vídeómyndavél, rosa flotta. Helgi er nú eitthvað búinn að blogga um það :) .... tók sinn tíma að fá hana hehe. Við ætlum að vera rosa dugleg að mynda strákana og svo verða gestirnir okkar líka myndaðir í bak og fyrir. Mamma og Guðlaug fá þann heiður að vera fyrstu gestirnir sem verða myndaðir á vélina.... og þá vil ég ekki heyra neitt um myndavélafælni hehe. Ég ætla að vera eins og týpískur japanskur túristi með vídeómyndavél ;)
Ummæli