Helgin var hin ágætasta. Það var alveg æðislegt veður og var því dustað rikið af sumarfötunum. Á laugardaginn gerðum við fínt í garðinum.... ég gróðursetti sumarblóm í ker (orðið voða fínt hérna fyrir utan :) og Helgi lagaði stéttina sem liggur upp að húsinu (sem var öll í hæðum og lægðum). Einnig tókum við langan göngutúr um hverfið eins og við erum vön að gera um helgar. Við stefndum, eins og venjulega, á nokkur hús í hverfinu sem eru til sölu og sáum við eitt sem við erum mjög spennt fyrir. Það liggur í rosa flottri lítilli götu.... leiksvæði rétt hjá og skólinn mjög stutt frá. Þar að auki er þetta hús ekki eins gamalt og flest húsin í hverfinu en það er byggt 1984. Húsið verður til sýnis næsta sunnudag og ætlum við að reyna að kíkja við (Helgi á því miður að vera á vakt en vonandi nær hann að skipta henni).
Í gær fórum við svo í kaffi til Guðrúnar og Jóa. Þangað komu líka Sigurður Yngvi, Sunna og börn og Arna, Einar Gunnar og börn. Eftir þriggja tíma kaffi í Huddinge héldum við svo heim og grilluðum voða góðan kjulla.
Í gær fórum við svo í kaffi til Guðrúnar og Jóa. Þangað komu líka Sigurður Yngvi, Sunna og börn og Arna, Einar Gunnar og börn. Eftir þriggja tíma kaffi í Huddinge héldum við svo heim og grilluðum voða góðan kjulla.
Ummæli