Fannar er núna búinn að vera í tveggja daga fríi frá leikskólanum. Dagurinn í dag er nefnilega svokallaður "klemmu"föstudagur eða "klämfredag. Þetta er svo að Svíarnir fái langa helgi.... ekki vitlaust það hehe :o) Helgi fékk aftur á móti ekki langa helgi þar sem hann er á næturvakt í nótt.... núna er hann sem sagt farinn á vaktina, Fannar er uppi í herberginu sínu að hlusta á Pippi Långstrump og ég sit yfir tölvunni með Viktor mér við hlið (steinsofandi).
Viktor er byrjaður að hlæja og skríkja.... alveg æðislegt að heyra í honum. Hann hló í fyrsta skipti í gær og hló svo aftur í dag þegar Helgi og Fannar voru að tala barnamál við hann hehe :oD
Í dag fórum við fjölskyldan í Tekniska museet. Það var voða gaman og Fannar skemmti sér mjög vel. Þarna var hægt að skoða gamla bíla, gömul hjól, gamlar og nýjar vélar, vélmenni o.m.fl. Einnig var mjög skemmtilegt leiksvæði fyrir börn (og fullorðna ;o) og mátti maður prófa hin og þessi tækin. Mjög skemmtilegt og náðum við ekki að skoða allt á þessum eina degi þannig að það er góð ástæða að kíkja þarna við aftur einhvern tímann.
Viktor er byrjaður að hlæja og skríkja.... alveg æðislegt að heyra í honum. Hann hló í fyrsta skipti í gær og hló svo aftur í dag þegar Helgi og Fannar voru að tala barnamál við hann hehe :oD
Í dag fórum við fjölskyldan í Tekniska museet. Það var voða gaman og Fannar skemmti sér mjög vel. Þarna var hægt að skoða gamla bíla, gömul hjól, gamlar og nýjar vélar, vélmenni o.m.fl. Einnig var mjög skemmtilegt leiksvæði fyrir börn (og fullorðna ;o) og mátti maður prófa hin og þessi tækin. Mjög skemmtilegt og náðum við ekki að skoða allt á þessum eina degi þannig að það er góð ástæða að kíkja þarna við aftur einhvern tímann.
Ummæli