Litla draumabarnið mitt sefur allar nætur núna. Hann sofnar um klukkan tíu á kvöldin og sefur fram á morgun.... stundum þarf ég meira að segja að vekja hann til að fara með Fannar á leikskólann.
Helgin var annars róleg hjá okkur. Helgi og Fannar eyddu smá tíma í garðinum.... kveiktu nokkrar elda og svoleiðis :) Svo var náttúrulega tekinn göngutúr með vagninn. Á morgun ætla ég aðeins að fríska upp á mig.... pantaði mér tíma í klippingu áðan (Helgi verður heima þar sem hann fer á næturvakt um kvöldið). Ég keyrði upp í Högdalen til að kíkja við á hárgreiðslustofunni og panta tíma í leiðinni. Ég var þá stoppuð af löggunni og látin blása og sýna ökuskýrteini. Löggan hér er mjög effectiv - Helgi hefur líka verið stoppaður í svona tékk og ekki erum við búin að eiga bílinn lengi..... gott mál :)
Jæja kominn matartími hjá Viktori Snæ :)
Helgin var annars róleg hjá okkur. Helgi og Fannar eyddu smá tíma í garðinum.... kveiktu nokkrar elda og svoleiðis :) Svo var náttúrulega tekinn göngutúr með vagninn. Á morgun ætla ég aðeins að fríska upp á mig.... pantaði mér tíma í klippingu áðan (Helgi verður heima þar sem hann fer á næturvakt um kvöldið). Ég keyrði upp í Högdalen til að kíkja við á hárgreiðslustofunni og panta tíma í leiðinni. Ég var þá stoppuð af löggunni og látin blása og sýna ökuskýrteini. Löggan hér er mjög effectiv - Helgi hefur líka verið stoppaður í svona tékk og ekki erum við búin að eiga bílinn lengi..... gott mál :)
Jæja kominn matartími hjá Viktori Snæ :)
Ummæli