Fannar passar voða vel upp á litla bróðir sinn. Honum er t.d. mjög illa við þegar Viktor liggur á maganum. Yfirleitt er það nú ekki uppáhaldið hans Viktors og kvartar hann því ansi mikið yfir þessu uppátæki mömmu sinnar. Fannari líst ekkert á þetta og segir við mig "ææi mamma, viltu ekki setja hann aftur a bakið?". Þegar ég neita því þá vill hann fá að hjálpa bróðir sínum að halda höfðinu uppi og tekur undir ennið á honum hehe :) Svo horfir hann mjög áhyggjufullur á litla bróðir sinn á meðan hann er að æfa sig og léttir mjög þegar ég "loksins" set hann aftur á bakið :)
Annars er Viktor litli alveg stútfullur af kvefi þessa dagana. Ég vona bara að hann fái ekki eyrnabólgu í framhaldinu.... sjö níu þrettán!
Annars er Viktor litli alveg stútfullur af kvefi þessa dagana. Ég vona bara að hann fái ekki eyrnabólgu í framhaldinu.... sjö níu þrettán!
Ummæli