Mamma, pabbi og Guðlaug systir voru hjá okkur þar síðustu helgi. Sú helgi átti nú upphaflega að vera stelpuhelgi þar sem mamma og Guðlaug ætluðu bara að koma... en pabba tókst að lauma sér með. Pabbi fór svo til Lettlands í vinnuferð en mamma og Guðlaug fóru aftur til Íslands - auðvitað. Pabbi kom svo aftur við þessa helgina á leið sinni heim frá Lettlandi. Við erum því búin að fá gesti undanfarnar tvær helgar og er búið að vera voða gaman. Reyndar fengu gestirnir ekki þetta frábæra veður sem veðurfræðingarnir voru búnir að lofa, en við gerðum nú samt gott úr þessu :) Fórum í búðarrölt niðri í miðbæ, göngutúra í Örby og grilluðum góðan mat svo eitthvað sé nefnt. Guðlaug kvartaði helst um að fá varla að halda á Viktori þar sem hún komst varla að fyrir mömmu og pabba hehe. Fannar nældi sér í hita og slappleika þar síðustu helgi. Á miðvikudaginn héldum við svo að hann væri orðinn frískur en þegar ég sótti hann á leikskólann var hann barasta orðinn slappur aftur. Hann fór því bara...