Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2005
Ég að skoða ísbirnina..... þeim var doldið heitt hehe
Fannar að skoða dýrin
Viktor Snær í Kolmården - hann hafði nú ekki mikinn áhuga á dýrunum... hann var áhugasamari um fæturna á sér

sumarfrí

Lítið hefur verið bloggað undanfarið. Helgi búinn að vera í fríi í viku og við höfum verið mjög upptekin við að vera úti í góða veðrinu. Skírnin gekk mjög vel og er Helgi búinn að blogga allt um hana. Við fórum í stóran dýragarð á fimmtudaginn sl. - Kolmården . Æðislega gaman. Hægt var að fara í safarí á bílnum og svo auðvitað ganga um garðinn. Það stóð upp úr ferðinni að við sáum nokkra skógarbirni leika sér við hliðina á bílnum.... sáum líka einn klifra upp í ansi hátt tré. Einnig sáum við þegar tígrisdýrunum var gefið að borða og stóðum við bara þrjá metra frá þeim.... alveg magnað. Á laugardaginn átti Helgi minn afmæli. Áttum rólegan dag.... fórum í göngutúr og grilluðum svo frábæran kjulla. Flestir vinir okkar hér í Stokkhólmi voru að heiman þannig að það var ekkert afmæliskaffi þessa helgina...... kannski það verði bara næstu helgi. Guðlaug systir útskrifaðist frá Háskóla Íslands - verkfræðideild - á laugardaginn. Við sendum henni auðvitað mörg knús og marga kossa. Mj...

skírn

Viktor Snær nýskírður
Að bíða eftir að messan hefjist.... Viktor bragðaði aðeins á kjólnum :)
Viktor sofnaði þegar búið var að skíra hann
feðgarnir á Gamla Stan eftir skírnina

hjólið

Fannar á nýja hjólinu sínu

sumardagar

Sólin er byrjuð að steikja okkur hér í Stokkhólmi. Búið að vera yfir 20 stiga hiti undanfarna tvo daga og er annar eins dagur framundan. Alveg æðislegt auðvitað Ég sit núna og hlusta á rás 2 í tölvunni, Viktor sefur úti í hitanum og Fannar kominn á leikskólann. Fannar fékk að fara aðeins fyrr á leikskólann í dag. Hann mætti nefnilega beint í eldhúsið til að aðstoða við að hita upp grjónagrautinn sem er í morgunmat Það er vel þekkt á leikskólanum að grjóni er það besta sem Fannar fær. Í kvöld verður svo "avslutningsfest" (lokapartý) á deildinni hans Fannars..... hann er nú ekki alveg kominn í frí, en starfsmennirnir eru nú að fara í frí hver af öðrum. Við mætum því í grill á leikskólann seinnipartinn - í sumarblíðunni Viktor verður skírður á laugardaginn næsta. Þetta hefur allt gengið hratt fyrir sig. Ég talaði við prestinn í fyrradag og í gær var það ákveðið. Skírnin verður í íslenskri messu í finnsku kyrkjunni í Gamla Stan. Það verður ekki messa aftur fyrr en í október og þ...
Markmið laugardagsins tókust mjög vel. Jói er grasekkill þessa dagana og buðum við honum að snæða lambið með okkur. Við grilluðum lærið (það höfum við aldrei gert áður) og tókst það svona rosalega vel. Í gær var Helgi á morgunvakt. Fannar fór með Svante og fjölskyldu í dagsferð til Lådbilslandet. Þetta er staður þar sem krakkar geta keyrt litla bíla með slátturvélamótora. Eins og þið getið ímyndað ykkur skemmti Fannar sér rosalega vel og vildi alls ekki koma heim þegar þau komu tilbaka. Hann fékk því að fara heim með Svante. Þegar Helgi kom heim af vaktinni fórum við að sækja frumburðinn en enduðum í mat hjá Fredrik og Gunillu (foreldrar Svante). Það er ekki mjög sænskt að bjóða í mat svona óvænt..... Svíinn þarf oftast nokkurra vikna undirbúning fyrir svona atburði. Þetta varð því óvænt og skemmtilegt.... fengum gott að borða í góðum félagsskap :) Nú á Helgi bara viku eftir í vinnu og er hann þá kominn í tveggja vikna sumarfrí - jibííí :) Hann fær reyndar fimm vikna sumarfrí en tekur ...

markmið

Markmið dagsins eru: Fara út að hlaupa (í fyrsta skipti í marga mánuði.... bikíni átakið hafið.... ekki seinna vænna!.... heja Sara) Grilla íslensk lambalæri Borða eins mikið lambakjöt sem ég get í mig látið (þetta er eiginlega mikilvægasta markmið dagsins) Góða helgi :)
Fannar, Sara og Edda að kaupa ís í Kungsträdgården
Bræðurnir saman
Haldiði ekki bara að Viktor hafi velt sér af maga yfir á bak í gær.... akkúrat þegar ég var ekki heima! Ég mun svo sem sjá hann gera það oft þannig að ég er ekkert að kvarta hehe ;) Ég er með Viktor Snæ í smá snuddukennslu. Hann hefur aldrei verið mikill snuddukarl en nú virðist sem hann sé að átta sig á þessu svona hægt og rólega. Ég reyni því að stinga upp í hann snuddunni við hvert tækifæri hehe. Annars vorum við að koma heim úr hjólabúðinni. Fannar er kominn á glænýtt hjól. Hann er auðvitað úti að hjóla núna. Hann fékk hjól með þremur gírum og dempara að framan.... ekkert smá kátur með þetta. Nú verður litla gamla hjólið sett í geymslu þar til Viktor Snær geti notað það..... sem verður nú ekki í bráð.

gestir, veikindi og þjóðhátíð

Mamma, pabbi og Guðlaug systir voru hjá okkur þar síðustu helgi. Sú helgi átti nú upphaflega að vera stelpuhelgi þar sem mamma og Guðlaug ætluðu bara að koma... en pabba tókst að lauma sér með. Pabbi fór svo til Lettlands í vinnuferð en mamma og Guðlaug fóru aftur til Íslands - auðvitað. Pabbi kom svo aftur við þessa helgina á leið sinni heim frá Lettlandi. Við erum því búin að fá gesti undanfarnar tvær helgar og er búið að vera voða gaman. Reyndar fengu gestirnir ekki þetta frábæra veður sem veðurfræðingarnir voru búnir að lofa, en við gerðum nú samt gott úr þessu :) Fórum í búðarrölt niðri í miðbæ, göngutúra í Örby og grilluðum góðan mat svo eitthvað sé nefnt. Guðlaug kvartaði helst um að fá varla að halda á Viktori þar sem hún komst varla að fyrir mömmu og pabba hehe. Fannar nældi sér í hita og slappleika þar síðustu helgi. Á miðvikudaginn héldum við svo að hann væri orðinn frískur en þegar ég sótti hann á leikskólann var hann barasta orðinn slappur aftur. Hann fór því bara...
Flottur! - farinn að grípa og stinga í munninn :)
Aldeilis stutt þangað til litli kúturinn veltir sér yfir á magann