Mamma, pabbi og Guðlaug systir voru hjá okkur þar síðustu helgi. Sú helgi átti nú upphaflega að vera stelpuhelgi þar sem mamma og Guðlaug ætluðu bara að koma... en pabba tókst að lauma sér með. Pabbi fór svo til Lettlands í vinnuferð en mamma og Guðlaug fóru aftur til Íslands - auðvitað. Pabbi kom svo aftur við þessa helgina á leið sinni heim frá Lettlandi. Við erum því búin að fá gesti undanfarnar tvær helgar og er búið að vera voða gaman. Reyndar fengu gestirnir ekki þetta frábæra veður sem veðurfræðingarnir voru búnir að lofa, en við gerðum nú samt gott úr þessu :) Fórum í búðarrölt niðri í miðbæ, göngutúra í Örby og grilluðum góðan mat svo eitthvað sé nefnt. Guðlaug kvartaði helst um að fá varla að halda á Viktori þar sem hún komst varla að fyrir mömmu og pabba hehe.
Fannar nældi sér í hita og slappleika þar síðustu helgi. Á miðvikudaginn héldum við svo að hann væri orðinn frískur en þegar ég sótti hann á leikskólann var hann barasta orðinn slappur aftur. Hann fór því bara í leikskólann á miðvikudaginn í síðustu viku. Hann er núna alveg búinn að jafna sig.
Þjóðhátíðardagur Svía var í gær og er það í fyrsta skipti í ár sem Svíarnir halda upp á þennan dag.... reyndar í fyrsta sinn í ár sem þetta er rauður dagur. Við áttum mjög góðan dag í gær. Smelltum okkur niður í miðbæ með Eddu, Sjöfn (systir Eddu) og Sól (dóttir Sjafnar). Við röltum um bæinn í góðu veðri (hefur verið rigning í heila viku og var fyrsti sólardagurinn í gær) og fengum okkur svo kaffi í Kungsträdgården. Við kíktum líka aðeins inn í konungshöllina og sáum skattholið og fleira. Viktor svaf í þrjá tíma í vagninum.... algjör engill og Fannar var auðvitað hinn duglegasti í labbinu... eins og vanalega :) Hann tók meira að segja upp á því að hlaupa út um allt í Kungsträdgården.... var algjörlega óstöðvandi.... hann var því vel þreyttur þegar við komum heim um sex leytið híhí. Ætli hann eigi eftir að líkjast mömmu sinni með þetta hlauperí út um allar trissur hmm?
Fannar nældi sér í hita og slappleika þar síðustu helgi. Á miðvikudaginn héldum við svo að hann væri orðinn frískur en þegar ég sótti hann á leikskólann var hann barasta orðinn slappur aftur. Hann fór því bara í leikskólann á miðvikudaginn í síðustu viku. Hann er núna alveg búinn að jafna sig.
Þjóðhátíðardagur Svía var í gær og er það í fyrsta skipti í ár sem Svíarnir halda upp á þennan dag.... reyndar í fyrsta sinn í ár sem þetta er rauður dagur. Við áttum mjög góðan dag í gær. Smelltum okkur niður í miðbæ með Eddu, Sjöfn (systir Eddu) og Sól (dóttir Sjafnar). Við röltum um bæinn í góðu veðri (hefur verið rigning í heila viku og var fyrsti sólardagurinn í gær) og fengum okkur svo kaffi í Kungsträdgården. Við kíktum líka aðeins inn í konungshöllina og sáum skattholið og fleira. Viktor svaf í þrjá tíma í vagninum.... algjör engill og Fannar var auðvitað hinn duglegasti í labbinu... eins og vanalega :) Hann tók meira að segja upp á því að hlaupa út um allt í Kungsträdgården.... var algjörlega óstöðvandi.... hann var því vel þreyttur þegar við komum heim um sex leytið híhí. Ætli hann eigi eftir að líkjast mömmu sinni með þetta hlauperí út um allar trissur hmm?
Ummæli
KV Munda