Fara í aðalinnihald

gestir, veikindi og þjóðhátíð

Mamma, pabbi og Guðlaug systir voru hjá okkur þar síðustu helgi. Sú helgi átti nú upphaflega að vera stelpuhelgi þar sem mamma og Guðlaug ætluðu bara að koma... en pabba tókst að lauma sér með. Pabbi fór svo til Lettlands í vinnuferð en mamma og Guðlaug fóru aftur til Íslands - auðvitað. Pabbi kom svo aftur við þessa helgina á leið sinni heim frá Lettlandi. Við erum því búin að fá gesti undanfarnar tvær helgar og er búið að vera voða gaman. Reyndar fengu gestirnir ekki þetta frábæra veður sem veðurfræðingarnir voru búnir að lofa, en við gerðum nú samt gott úr þessu :) Fórum í búðarrölt niðri í miðbæ, göngutúra í Örby og grilluðum góðan mat svo eitthvað sé nefnt. Guðlaug kvartaði helst um að fá varla að halda á Viktori þar sem hún komst varla að fyrir mömmu og pabba hehe.

Fannar nældi sér í hita og slappleika þar síðustu helgi. Á miðvikudaginn héldum við svo að hann væri orðinn frískur en þegar ég sótti hann á leikskólann var hann barasta orðinn slappur aftur. Hann fór því bara í leikskólann á miðvikudaginn í síðustu viku. Hann er núna alveg búinn að jafna sig.

Þjóðhátíðardagur Svía var í gær og er það í fyrsta skipti í ár sem Svíarnir halda upp á þennan dag.... reyndar í fyrsta sinn í ár sem þetta er rauður dagur. Við áttum mjög góðan dag í gær. Smelltum okkur niður í miðbæ með Eddu, Sjöfn (systir Eddu) og Sól (dóttir Sjafnar). Við röltum um bæinn í góðu veðri (hefur verið rigning í heila viku og var fyrsti sólardagurinn í gær) og fengum okkur svo kaffi í Kungsträdgården. Við kíktum líka aðeins inn í konungshöllina og sáum skattholið og fleira. Viktor svaf í þrjá tíma í vagninum.... algjör engill og Fannar var auðvitað hinn duglegasti í labbinu... eins og vanalega :) Hann tók meira að segja upp á því að hlaupa út um allt í Kungsträdgården.... var algjörlega óstöðvandi.... hann var því vel þreyttur þegar við komum heim um sex leytið híhí. Ætli hann eigi eftir að líkjast mömmu sinni með þetta hlauperí út um allar trissur hmm?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Já, hann Fannar er sko duglegur strákur. :-)
KV Munda

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)