Sólin er byrjuð að steikja okkur hér í Stokkhólmi. Búið að vera yfir 20 stiga hiti undanfarna tvo daga og er annar eins dagur framundan. Alveg æðislegt auðvitað 
Ég sit núna og hlusta á rás 2 í tölvunni, Viktor sefur úti í hitanum og Fannar kominn á leikskólann. Fannar fékk að fara aðeins fyrr á leikskólann í dag. Hann mætti nefnilega beint í eldhúsið til að aðstoða við að hita upp grjónagrautinn sem er í morgunmat
Það er vel þekkt á leikskólanum að grjóni er það besta sem Fannar fær. Í kvöld verður svo "avslutningsfest" (lokapartý) á deildinni hans Fannars..... hann er nú ekki alveg kominn í frí, en starfsmennirnir eru nú að fara í frí hver af öðrum. Við mætum því í grill á leikskólann seinnipartinn - í sumarblíðunni 
Viktor verður skírður á laugardaginn næsta. Þetta hefur allt gengið hratt fyrir sig. Ég talaði við prestinn í fyrradag og í gær var það ákveðið. Skírnin verður í íslenskri messu í finnsku kyrkjunni í Gamla Stan. Það verður ekki messa aftur fyrr en í október og þar sem presturinn, sr. Ágúst Einarsson, býr í Gautaborg er ansi langt fyrir hann að koma og skíra fyrir okkur seinna.... alla vega óþarfi finnst mér.

Ég sit núna og hlusta á rás 2 í tölvunni, Viktor sefur úti í hitanum og Fannar kominn á leikskólann. Fannar fékk að fara aðeins fyrr á leikskólann í dag. Hann mætti nefnilega beint í eldhúsið til að aðstoða við að hita upp grjónagrautinn sem er í morgunmat


Viktor verður skírður á laugardaginn næsta. Þetta hefur allt gengið hratt fyrir sig. Ég talaði við prestinn í fyrradag og í gær var það ákveðið. Skírnin verður í íslenskri messu í finnsku kyrkjunni í Gamla Stan. Það verður ekki messa aftur fyrr en í október og þar sem presturinn, sr. Ágúst Einarsson, býr í Gautaborg er ansi langt fyrir hann að koma og skíra fyrir okkur seinna.... alla vega óþarfi finnst mér.
Ummæli
Gangi ykkur vel með skírnina.
Hér er líka mikil sól og blíða, maður er næstum farin að vonast eftir rigningu, þarf að klára að mála.
KV Munda