Lítið hefur verið bloggað undanfarið. Helgi búinn að vera í fríi í viku og við höfum verið mjög upptekin við að vera úti í góða veðrinu. Skírnin gekk mjög vel og er Helgi búinn að blogga allt um hana.
Við fórum í stóran dýragarð á fimmtudaginn sl. - Kolmården. Æðislega gaman. Hægt var að fara í safarí á bílnum og svo auðvitað ganga um garðinn. Það stóð upp úr ferðinni að við sáum nokkra skógarbirni leika sér við hliðina á bílnum.... sáum líka einn klifra upp í ansi hátt tré. Einnig sáum við þegar tígrisdýrunum var gefið að borða og stóðum við bara þrjá metra frá þeim.... alveg magnað.
Á laugardaginn átti Helgi minn afmæli. Áttum rólegan dag.... fórum í göngutúr og grilluðum svo frábæran kjulla. Flestir vinir okkar hér í Stokkhólmi voru að heiman þannig að það var ekkert afmæliskaffi þessa helgina...... kannski það verði bara næstu helgi. Guðlaug systir útskrifaðist frá Háskóla Íslands - verkfræðideild - á laugardaginn. Við sendum henni auðvitað mörg knús og marga kossa. Mjög skrítið að geta ekki verið með henni þennan stóra dag. Guðrún vinkona útskrifaðist líka á laugardaginn frá HÍ - sjúkraþjálfunarskor - og sendum við henni auðvitað líka mörg knús og marga kossa :)
Strákarnir dafna alltaf jafn vel. Viktor svaf í 11 tíma í nótt og það er ekkert óalgengt! Fannar kvartar reyndar mikið um að hann dreymi illa þessa dagana og kemur því oft upp í til okkar á nóttunni. Mér skilst að þetta sé mjög algegnt á þessum aldri. Mikið ímyndunarafl og ótti um að eitthvað slæmt hendi foreldrana. Við vonum bara að þetta sé stutt tímabil. Viktor er aðeins byrjaður að smakka mat. Hann hefur fengið kartöflu hjá okkur og kann hann ekkert á þetta.... megnið af kartöflunni kemur aftur út úr honum hehe - gaman að þessu :)
Helgi var búinn að bjóða mér á tónleika í kvöld með Audioslave.... en ég fæ víst ekki að fara :( Vikor litli harðneitar að taka pelann sinn... verður mjög móðgaður út í okkur þegar við reynum að gefa honum hann. Ég verð því heima í kvöld og fæ heimsókn af barnapíunni (Edda vinkona) í staðinn. Helgi fer líka á tónleika á morgun - Duran Duran. Það verður því stuð hjá Helga mínum næstu tvö kvöld :)
Jæja - nóg blaður í bili.
Við fórum í stóran dýragarð á fimmtudaginn sl. - Kolmården. Æðislega gaman. Hægt var að fara í safarí á bílnum og svo auðvitað ganga um garðinn. Það stóð upp úr ferðinni að við sáum nokkra skógarbirni leika sér við hliðina á bílnum.... sáum líka einn klifra upp í ansi hátt tré. Einnig sáum við þegar tígrisdýrunum var gefið að borða og stóðum við bara þrjá metra frá þeim.... alveg magnað.
Á laugardaginn átti Helgi minn afmæli. Áttum rólegan dag.... fórum í göngutúr og grilluðum svo frábæran kjulla. Flestir vinir okkar hér í Stokkhólmi voru að heiman þannig að það var ekkert afmæliskaffi þessa helgina...... kannski það verði bara næstu helgi. Guðlaug systir útskrifaðist frá Háskóla Íslands - verkfræðideild - á laugardaginn. Við sendum henni auðvitað mörg knús og marga kossa. Mjög skrítið að geta ekki verið með henni þennan stóra dag. Guðrún vinkona útskrifaðist líka á laugardaginn frá HÍ - sjúkraþjálfunarskor - og sendum við henni auðvitað líka mörg knús og marga kossa :)
Strákarnir dafna alltaf jafn vel. Viktor svaf í 11 tíma í nótt og það er ekkert óalgengt! Fannar kvartar reyndar mikið um að hann dreymi illa þessa dagana og kemur því oft upp í til okkar á nóttunni. Mér skilst að þetta sé mjög algegnt á þessum aldri. Mikið ímyndunarafl og ótti um að eitthvað slæmt hendi foreldrana. Við vonum bara að þetta sé stutt tímabil. Viktor er aðeins byrjaður að smakka mat. Hann hefur fengið kartöflu hjá okkur og kann hann ekkert á þetta.... megnið af kartöflunni kemur aftur út úr honum hehe - gaman að þessu :)
Helgi var búinn að bjóða mér á tónleika í kvöld með Audioslave.... en ég fæ víst ekki að fara :( Vikor litli harðneitar að taka pelann sinn... verður mjög móðgaður út í okkur þegar við reynum að gefa honum hann. Ég verð því heima í kvöld og fæ heimsókn af barnapíunni (Edda vinkona) í staðinn. Helgi fer líka á tónleika á morgun - Duran Duran. Það verður því stuð hjá Helga mínum næstu tvö kvöld :)
Jæja - nóg blaður í bili.
Ummæli