Það er svo svakalega heitt þessa dagana. Maður er sveittur allan sólarhringinn. Yfirleitt er það Helgi sem kvartar undan hitanum en nú hefur þetta gjörsamlega snúist við! Veit ekki hvers vegna ?? Í svona veðri þyrfti maður að hafa sundlaug í bakgarðinum svo maður geti skellt sér út í á 15 mín. fresti. Viktor er bara á bleiunni á daginn en er samt sveittur! Honum virðist nú samt ekkert líða illa þannig að þetta er nú allt í lagi. Svo verður maður svo rosalega latur í svona veðri... ég hef því verið ansi löt við hlaupin undanfarna daga en ég dreif mig nú samt áðan. Fór út að hlaupa í 28 stiga hita og þið getið ímyndað ykkur svitabaðið.... ég er enn að svitna eftir hlaupatúrinn ;)
Helgi vinnur mikið um þessar mundir. Hann tók eina vakt í vikunni og er svo á næturvakt á morgun. Við ætlum nú samt að nýta daginn í eitthvað skemmtilegt og erum að spá í að skella okkur í Älvsjö-badet.... staður þar sem hægt er að baða sig og sóla án þess að borga sig inn á svæðið. Mikið af svoleiðis stöðum hér í Stokkhólmi.
Well - vildi nú bara hripa niður nokkrum línum áður en ég fer að sofa. Góða nótt.
Helgi vinnur mikið um þessar mundir. Hann tók eina vakt í vikunni og er svo á næturvakt á morgun. Við ætlum nú samt að nýta daginn í eitthvað skemmtilegt og erum að spá í að skella okkur í Älvsjö-badet.... staður þar sem hægt er að baða sig og sóla án þess að borga sig inn á svæðið. Mikið af svoleiðis stöðum hér í Stokkhólmi.
Well - vildi nú bara hripa niður nokkrum línum áður en ég fer að sofa. Góða nótt.
Ummæli