Við fórum á Gröna Lund í gær. Ofsalega skemmtilegt. Gröna Lund er sem sagt tívolí... nokkuð stórt meira að segja.... í Stokkhólmi. Fannar Már var í essinu sínu... hljóp milli tækjanna og sagðist vilja fara í þau öll. Hann er orðinn 125 cm. drengurinn þannig að hann mátti fara í ansi mörg tæki. Þó ekki þau hrikalegustu þar sem maður þarf að vera a.m.k. 140 cm. Hann fékk að fara einn í mörg tæki en annars tók Helgi það að sér að fara með honum í nokkur. Ég er enn nokkuð sátt við tívolí ferðina sem við fórum í á Spáni síðasta sumar og fann ekki mikla löngun til að fara í tækin hehe ;) ég sá því um Viktor Snæ á meðan. Heimferðin var aftur á móti ekki eins skemmtileg!! Okkur datt í hug að taka smá aukakrók á heimleiðinni..... big mistake klukkan hálf fjögur á vinnudegi!! Við vorum einn og hálfan tíma á leiðinni, föst í klikkaðri umferð og Viktor Snær öskrandi í aftursætinu stóran hluta leiðarinnar. Við meira að segja stoppuðum einu sinni til að skipta á honum og ég gaf honum að drekka til að róa hann aðeins.... það virkaði í smá stund en svo bara byrjaði hann að garga aftur.... orðinn hundleiður á þessu flakki. Slæmur endir á góðum degi og vorum við auðvitað algjörlega búin á því þegar við loksins komum heim!
Jólaskapið komið
Hér er búið að snjóa í alla nótt og snjóar enn..... þar að auki alveg blankalogn þannig að það getur eiginlega ekki orðið jólalegra. Fannar er nú þegar búinn að henda tveimur snjóboltum í mig og var planið hans í dag að búa til fleiri. Það verður örugglega rosa stuð hjá honum í leikskólanum í dag :) Þetta barn stækkar svo mikið að hann er löngu vaxinn upp úr snjóbuxunum sínum síðan í fyrra vetur.... þær ná honum næstum upp á miðja kálfa! Það er sem sagt kominn tími til að við foreldrarnir kaupum handa honum nýjar kuldabuxur svo hann sé nú almennilega klæddur drengurinn.... ekki seinna vænna nú þegar snjórinn er kominn.
Helgi var á næturvakt í nótt. Fannar tilkynnti við kvöldmatarborðið í gær að það væri bara gott að pabbi sinn væri að fara að vinna. Hann veit nefnilega að hann fær að kúra hjá mömmu sinni þegar pabbi hans er á vakt (þó hann hafi ekki nefnt það í framhaldinu :o)
Ummæli
Gaman að því hvað Fannar er duglegur og ósmeykur við að fara einn í tæki - hann er þá ekki líkur mömmu sinni og móðursystur ;)