Fara í aðalinnihald
Við höfum haft það mjög gott í fríinu enn sem komið er. Veðrið hefur reyndar ekki verið neitt sérstaklega gott.... mest megnis rigning en þó hlýtt (..... örugglega hlýrra en á Íslandi hehe). Það er langt síðan það hefur rignt svona mikið. Erna og Hjörtur fengu því mikla rigningu þegar þau voru hjá okkur.... þrumur og eldingar og læti. Engu að síður var ægilega gaman að fá þau í heimsókn og Viktor sýndi sínar bestu hliðar allan tímann.
Í gær skelltum við okkur til Uppsala í heimsókn til Siggu og Inga. Þau buðu okkur í grill um kvöldið. Það rigndi barasta ekkert á okkur og gátum við setið úti allt kvöldið.... þvílíkt notalegt. Fannar og Sölvi náðu vel saman og léku þeir sér allan tímann á litlum leikvelli bakvið húsið þeirra.... þeir höfðu varla tíma til að borða :) Við lögðum ekki af stað heim fyrr en um 22.30. Drengirnir voru því orðnir mjög þreyttir þegar við komum heim.
Í dag bauð Katrín og Stefan okkur yfir í kaffi. Helgi hefur náð sér í einhverja leiðinda pest og er því búinn að liggja í rúminu í allan dag. Við strákarnir fórum aftur á móti yfir í kaffi og eru Fannar og Símon búnir að leika sér saman í allan dag. Þeir voru báðir svolítið feimnir í byrjun enda langt síðan þeir sáust síðast.
Nú fer að styttast í að stóri strákurinn minn verði 6 ára! Hann vill náttúrulega bjóða öllum vinum sínum í veislu. Við erum ekki alveg búin að ákveða hvenær við höldum upp á það eða hvort við höldum eina eða tvær veislur.... eina fyrir sænsku vinina og eina fyrir íslensku vinina. Við þurfum að fara að ákveða þetta því Svíarnir þurfa nokkurra vikna fyrirvara.... við Íslendingar erum svo gasalega spontant ;)

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)